Þá er 2. keppnisdagur lokið í Counter strike: Source 2005 og enn er forfitt að hrella okkur. Það er greinilegt að margir CS;Source spilarar eru ekki alveg komnir inn á línuna með að taka þátt í alvöru mótum með ströngum reglur, en samt sem áður kláruðu 6 lið sína leiki.

Ýmislegt var rætt um “nýliðana” í keppninni, en menn voru greinilega ekki alltof vel á nótunum með að ekki sé hægt að skjóta í gegnum veggi sem kom þeim að kolli eftir að hafa tæmt nær öllu klippinu og áttu einskins von þegar óvinurinn fór í fight með fullt klipp. Smá hint: Ekki er hægt að skjóta í gegnum veggi eins og í Cs 1,6 :)

FoT og Massacre áttu skemmtilegan leik en mjótt var á munum í síðasta rándi þegar einungis voru 2 eftir og náðu FoT að kryfja fram sigur og fóru leikar 16-14 FoT í vil.

Reaction eru hættir í mótinu en Lineup hjá þeim hefur eitthvað skolast til.

Samt sem áður, þá er greinilega mikil ánægja hjá CS;S spilurum með mótið.

Hægt er að sjá úslitin hér:
http://www.oldies.is/css2005/ridlar_urslit.html