Jæja, þá er fyrsti keppnisdagur lokið í “Counter strike: Source 2005” og voru 8 lið sem kepptu af 10.

Leikar fóru þannig að Fighters of Thule fékk fullt hús stiga ásamt Flip, en mótherjar mættu ekki til leiks, s.s. forfit.

x17 keppti á móti Evil og vann Evil 22 stig gegn 8. Massacre - Cpl hófu baráttu og fóru leikar þannig að Cpl unnu með 26 gegn 4.

Liðið Evil kemur sterklega inn í mótið en þetta er ungt lið í CS;S menningunni og verður gaman að fylgjast með þeim í mótinu.

Cpl er eitt virtasta clanið hér á Íslandi í CS;S og þrælgóðir, en það er greinilegt að þeir fá ekki verðlaunasæti á silfurfati, því að flest öll liðin í mótinu eru með mjög sterkt lineup og verður greinilega mjög hart barist um helgina.

Getið séð úrslitin hér:
http://www.oldies.is/css2005/ridlar_urslit.html