Ég tek eftir því að þörf umræða um ritskoðun á Símnetservernum er komin aftarlega í röðina. Nokkuð er um liðið síðan menn fjölluðu um þetta hitamál, en stutt síðan ég rak í það augun, og tek ég mér því það bessaleyfi að færa litla ádrepu til [.evil.]Fart framar í röðina í þeirri von að hann reki í hana augun:
Mr. [.evil.]Fart alías Fúli Fretur!
Ég vildi bara benda þér á í fullri vinsemd að þessi ritskoðun er að undirlagi [.Faith.], kristilega klansins einsog lesa má um á Counter-Strike fréttasíðunni anastasia.gagarin.is. Við hjá GGRN-Fréttum styðjum þetta þarfa framtak heilshugar enda er ljótur munnsöfnuður allt of algengur meðal þeirra sem stunda cs.
Einhverjum kann að þykja ótrúlega heimskulegt að ritskoða menn sem stunda drápsleik þar sem klön sem bera nöfn á borð við DCAP, Hate og Evil o.fl. eru áberandi! Jafnvel bjánalegra en reykingalöggjöfin (sem felur í sér skerðingu tjáningarfrelsis) og bann við akstri með farsíma (sem er heimskulegra en að banna mönnum að borða ís í bíl). En við í GGRN bökkum Faith fullkomlega upp í þessu.
Í stað þess að bölsótast yfir þessum þarfa gerningi, væri þá ekki heilbrigðara að skipta um nick? Og hafa það þá nafn sem felur í sér kristilegra viðhorf en Fart? Hér eru nokkrar hugmyndir sem vert er að skoða:
[.evil.]Sunnanþeyr
[.evil.]LoveIsInTheAir
[.evil.]Rekaviður
[.evil.]Kransakaka
[.evil.]VindGangur
Ekki að þér sé ekki treystandi til að finna eitthvert skemmtilegt nick…
Með bestu kveðju og mundu að batnandi mönnum er best að lifa,
[GGRN]Rooster