Já þú getur spilað á öllum serverum með ný skinn.
En það er svoldið trix að setja þau inn. Sko, þú downloadar skinni sem er inn í zip skrá, þú opnar hana og þar eru t.d.
p_glock18.mdl
v_glock18.mdl
v_glock18_r.mdl
w_glock18.mdl
Til þess að setja skinnið inn þá kóperarðu allar .mdl skrárnar nema p_xxx.mdl í t.d. d:\leikir\Half-Life\cstrike\models
stundum fara skrárnar í cstrike/models/Johns Deagle eða eitthvað þannig, þú kíkir bara og passar að nýju skrárnar hafi farið í models directoryuna.
En ef þú skiptir á nýrri p_eitthvað.mdl skrá og þeirri upprunalegu þá neita serverar að taka við þér því það er hægt að svindla með því að skipta á nýrri og gamalli p_xxx.mdl skrá.
Áður en þú ferð að overwrita counterstrike skrár þá skaltu kópera
models, sprites, sounds og gfx directoriurnar í auth dirið á cstrike til að hafa backup til að bara kópera þetta allt til baka ef þú vilt gömlu skinnin til baka eða ef þetta fokkast allt upp.
-Masta Killah