Ég er búin að spila Cs síðan ég var 13 ára er 18 í dag. Damn þetta er fljótt að líða. Allavega þá voru allir á móti 1.6 þegar hann kom út hann var meingallaður og það var ekkert mál að skjóta fólk í hausinn. Þetta var líka með 1.4? 1.5? æ man það ekki, þetta er bara alltaf svona.
Núna er ég örugglega einn af þeim sem hef spilað source mest á landinu undir nickinu “Alnakinn Skywalker” og ég verð að segja hann toppar 1.6 í eiginlega öllu. Það var ekkert smá skrítið að fara í hann fyrst en eftir 2 daga af góðri spilun í almennilegri tölvu þá geturu aldrei spilað 1.6 aftur. Ég fór í hann aftur og ég gat bara ekki horft á skjáinn lengur :/
Ég skil vel að fólk heldur fast í 1.6 vegna gamla fýlingsins og vegna þess t.d það er svo dýrt að uppfæra tölvuna en þú verður hvort eð er að gera það ef þú villt spila eitthvað af nýjustu leikjunum í dag. Á endanum verðuru leiður á 1.6 og villt prófa eitthvað nýtt (treystið mér það gerist) og þá verðuru bara að hafa almennilega tölvu sem verður svo úrhelt aftur eftir 2-3 ár :P
En í guðana bænum hættið að rífast um hver er betri! Source er bara ekkert það gallaður lengur, rennur bara vel áfram hjá mér og þið sem viljið spila 1.6 gerið það bara þangað til að það kemur að því að Source er allt í einu meira spilaður en 1.6.
Takk fyrir mig,
Cs:S Alnakinn Skywalker
Cs: BlaZter
DoD: [.Abeo.]BlaZter
Ps. Hættið að ásaka mig um hax!