To The Max úrvalsdeild: icegaming, mTa, shockwave, gotn, rws, ccpc, NoName, KotR, spears
& tSt.
To The Max fyrsta deild: uC, sweet, duality, zeRo5, heat, Dignity, hoax, almost, demolition & Stasis.
Öll 20 liðin í báðum deildum slógust um 4 efstu sætin til þess að komast í úrslitalotuna, þar sem að 2 efstu liðin í fyrstu deild færu upp í úrvalsdeildina og efsta liðið í úrvalsdeildinni fær frábæran scrim server gefins af netsamskipti.is þangað til að annari leiktíð er lokið. Það er mikið í húfi þannig að öll lið gerðu sitt besta, en aðeins 4 lið í hverri deild komust upp í úrslitalotuna og þetta voru þau lið:
To The Max úrvalsdeild: NoName, shockwave, mTa & icegaming.
Fyrsti leikur: mTa vs. icegaming: 0-2 (best out of 3)
Annar leikur: shockwave vs. icegaming 0-2 (best out of 3)
Finals: Icegaming vs. NoName: Sunnudag kl 20:00 (fyrsta map: inferno, annað map: train, tiebreaker: de_dust2)
Icegaming:
spiKe
entex
vargur
SkaveN
Some0ne
Þetta lið er án efa besta lið íslands í dag og flestir íslendingar, þar á meðal ég vonast til að þeir komi íslandi á landakortið í counterstrike heiminum. Ice hefur verið eitt af top liðum klakans í langan tíma þar sem skaven er eini leikmaðurinn eftir frá því að icegaming var stofnað. Ice hafa unnið 5 út úr 7 seinustu skjálftum sem er ótrúlegt afrek. Það er nánast ómögulegt að velja út þann leikmann sem maður telur skara út úr í liðshópi ice, en ég ætla að hætta mér út á ísinn og segja að entex verði mikilvægasti maður icegaming í þessum leik.
NoName:
muggz
delicious
stalz
zeth
lazlo
Þetta lið er tiltörulega nýtt og hefur ekki náð að sanna sig almennilega. Þeir eru þó með ótrúlega góða leikmenn sem geta svo sannarlega skotið hausa í counter strike. NoName er samt mjög ungt og hefur því ekki sömu reynslu og samvinnu eins og ice, en þrátt fyrir það hafa þeir svo sannarlega komið á óvart í þessari keppni og hver veit nema að þeir komi allri þjóðinni á óvart með því að vinna þennan leik á móti icegaming.
Niðurstaða:
Icegaming hefur barist glæsilega í gegn um alla leiki úrslitalotunar með sigri yfir bæði mta og shockwave. Á meðan NoName biðu eftir þeim eftir að hafa komið mörgum á óvart með því að vinna úrvalsdeildina heilum 4 stigum yfir shockwave. Ég trúi á noname, en á móti liði á borð við ice er það ekki nóg, ég spái því að icegaming vinni leikinn, en að leikurinn fari þó mjög líklega í þriðja map: dust2.
To The Max fyrsta deild: uC, Stasis, duality & zeRo5.
Fyrsti leikur: duality vs. zeRo5: 0-2(best out of 3)
Annar leikur: Stasis vs. zeRo5: 0-2(best out of 3)
Finals: uC vs. zeRo5: Laugardag kl 20:00 (fyrsta map: x, annað map: x, tiebreaker: de_dust2)
zeRo5:
extrian
ahx
poe
mrsmile
konni
Þetta lið er enn yngra en noname og hefur því ekki sömu reynslu og sammvinnu og önnur eldri lið. En ef maður horfir á þá leiki sem þeir hafa spilað í fyrstu deild eru þeir án efa besta liðið í fyrstu deil. Þeim var nýlega boðið á IEL, invite lan mót með öllum bestu cs liðum sem þáttakendum. Margir hafa ekki verið sammála þeirri ákvörðun um að bjóða þeim yfir önnur lið á borð við ccpc, en leyfum þeim að sanna sig áður en við dæmum þá :).
unholy Crusaiders:
LeMiuX
AnuS
Andri``
GlaM
Zippo
Þetta lið hætti fyrir stuttu og er því ekki eins vel strattað og æft eins og mótspilarar þeirra: zeRo5. Þeir spila þó með það sem ég tel besta lineup þeirra. Vonandi sýna þeir fyrrum styrk sinn og gefa zeRo5 leik upp á síðasta round.
Niðurstaða:
zeRo5 hefur verið að æfa mikið fyrir þennan leik og IEL lan mótið. Ég held þó að uC geti gefið þeim góðan leik sem mögulega fer út í þriðja map. En ég tel þó zeRo5 sem sterkara lið om held ég þar að með að þeir vinni leikinn. Ég spái því að z5 vinni fyrstu tvö möppin og þar með leikinn.
HLTV og shoutcast(þökk sé esports.is) geturu fundið á #gamers.2tm á IRCnet, góða skemtun :).
#clan-oasis