Hack og ekki hack.
Mjög vafasamt, en þar sem ég efast stórlega um að þessi gaur sé þetta góður en sé samt í noname-liði eins og `ssc. Fyrsta lagi er nú hægt að tala um atriðin á B. Auðvita getur verið að hann sé með svona líka feikilega góð viðbrögð, en þegar hann hleypur niður á ct-miðjuna, sér að hún er auð og fer svo upp í B-ramp, þar sem hann heldur stöðunni þar til báðir eru komnir, þá hlýtur maður að spyrja sjálfan sig: Afhverju hann fylgdist ekkert með miðjunni aftur? Hvað varðar þetta á long og short þá voru þau tvö atriði alveg út í hróa hött, því ef svona klippur ættu að sanna sekt spilar um hack, þá væri eflaust búið að banna alla sem náð hafa 1.-8. sæti á skjalta. Aftur á móti virðist það eina sem virkilega situr í mér er þessi rykkur á ct-spawninu. Þegar hann Head-cappar terrorista á A, jújú sjálfsagt mál að skjóta þarna í gégn, en hver rykkir músinni og tekur 2 skot í gegn. Ekki er hægt að segja að þarna sé um soundspot að ræða, því þarna er greinilega mikið að gerast, og ekki beint “hljótt” í kringum hann. Aftur á móti verða þeir sem koma með slíkar ásakanir að vera með sterkari og auðsjáanlegri sannanir, máli sínu til stuðnings ef þeir ætla á annað borð að standa í slíku, því svona er ekkert sem má nálgast með umhugsunar- og kæruleysi.
-Þið sem ætlið ykkur í nánustu framtíð að “bösta” einhverja counter-strike spilara fyrir svindl, hvort sem er aimbot,wallhack,no-flash eða hvað sem er, hugsið ykkar gang fyrst og ekki “vaða” út í neitt rugl í pirringi eftir eitt skrimm þó einhver sé ískyggilega grunsamlegur. Hafið málið á kristaltæru, skoðið nokkur record og talið við reyndari spilara og fáið álit, og SÍÐAN skuluði setja kork á Huga og skella inn vídjó-klippunni af viðkomandi.