Síðustu dagana höfum við í stjórn 2tm tekið inn fleirri admina fyrir gathers og erum við nú komnir upp í 20 admina + 5 í stjórninni sem gera einnig gathers, þannig að í framtíðinni munu báðir severar okkar, vonandi alltaf vera fullir. Ég tók einnig Addict inn í stjórnina og mun hann sjá um að halda control á bæði gather adminum og public, svo einnig sjá um að lýta yfir demos og dæma um hvort um sé að ræða hack eða ekki.
2tm Netdeildin:
Netdeildin hefur líka verið á fullu og fyrir stuttu fór 7 umferð deildarinnar í gang, sem þýðir að við nálgumst enda leiktíðarinnar með aðeins þrjár umferðir eftir. Leikirnir sem eftir eru eru þó mjög spennandi, þar á meðal leikir á borð við ice vs. NoName, þar sem NoName hefur verið að koma mikið á óvart að undanförlu.
Styrktaraðilar:
Eins staðan er núna höfum við Netsamskipti sem aðalstyrktaraðila sem hafa látið okkur fá tvo frábæra servera fyrir gathers og netdeildina + þriðja serverinn sem mun fara í verðlaun fyrir það lið sem hreppir fyrsta sætið í úrvalsdeildinni. Einnig erum við með 2 vent servera og nokkrar rásir sem svamli og zrm hafa valið að gefa í þetta.
En eins og staðan er núna vantar okkur enn fleirri styrktaraðila til að hjálpa okkur að verða stærri en við erum í dag og við erum því að leita að fólki/stofnunum sem gætu hugsað sér að láta eitthvað af sér fyrir íslenska counterstrike samfélagið. Við getum boðið pláss í stjórninni/op á #gamers.2tm og auglýsingar á nýju síðunni sem er væntanleg eftir 2-3 vikur.
www.fallegur.com/gamers
#gamers.2tm @ IRCnet
#clan-oasis