Eftir að hafa ýtt á takkann ferðu ofan í vatnið, þar er Ichthyosaur, þ.e.a.s. fiskurinn frá Xen. Besta leiðin til að losna við hann er að lokka hann upp á yfirborð vatnsins, hlaða upp Gauss Gun (geislabyssuna sem maður er nýbúinn að ná), og skjóta hann af fullum krafti. Síðan er líka bara gott að fara ofan í vatnið til hans og halda sér í góðri fjarlægð og skjóta hann með lásaboganum og síðan er gott að nota skammbyssuna.
Það kom nú fyrir mig þegar ég var síðast á þessum stað að þegar ég skaut niður þyrluna þá lenti hún beint í vatninu og drap fiskinn, heppni :) Þá átti ég bara virkið með fallbyssunni í eftir, sem er ekkert mál að rústa (2 lásabogaskot í byssuna sjálfa, it works ;) )
Niðrir á botni vatnsins er svona dæmi sem þú getur snúið og þá opnast hlið og þú syndir þar í gegn og þar eru 2 viftur sem stoppuðu þegar þú ýttir á takkann sem er í húsinu ef þú ferð upp úr vatninu. Þú syndir framhjá þessum viftum og þá ertu aftur kominn í sólskinið, hinu megin við stífluna, ATH að það er dauður vísindamaður ofan á grjóti og þar liggur battery fyrir búninginn þinn við hlið hans. Þú syndir síðan með vatninu inn í gilið og þar til þú kemur að stiga þú klifrar þar upp og þar eru 2 rör, þú ferð inn í annaðhvort þeirra, skiptir ekki máli hvort. Ef þú ert með nóga af skotum í Gauss Gun (eða Tau Cannon eins og hann er kallaður í HL2) þá ertu heppinn því að þú munt mæta annarri þyrlu.
Eftir loadingið inn í rörunum kemurðu út annarstaðar, ef þú lítur til vinstri þar eru nokkrir Headcrabs sem, dreptu þá og síðan er healthkit inn í hellinum fyrir aftan þá. En ef þú heldur beint áfram út úr rörinu þar eru kassar, brjóttu þá. Þar eru skot í Gauss Gun ef ég man rétt, passaðu þig á þyrlunni. Klifraðu upp stigann, þegar upp er komið þá geturðu stokkið yfir á annan stað þar sem er hellingur af battery fyrir búninginn, einhver healthkit og skotfæri. Stökktu aftur yfir þar sem þú komst upp stigann, haltu áfram meðfam brúninni þar til að þú kemur að öðrum stiga, klifraðu þar upp.
Nú ættirðu að vera kominn á sandsléttu, þar mun vera einn Houndeye (3-fætti hundurinn), oftast er þyrlan þó búin að skjóta hann. En haltu þig í skjóli, hlaðaðu upp Gauss Gun, bíddu eftir að þú sérð þyrluna, hlauptu úr skjólinu og taktu þyrluna niður. Ef þú heldur áfram á milli klettanna (hægra megin) finnurðu smá hermanna Camp, þar eru ca. 4 hermenn, 1 á bakvið steina sem þú sérð á hægri hönd, einn á bakvið kletta sem þú sérð á vinstri hönd, og einn inn í einhverju skýli þarna að mig minnir. Þú tekur þá út með lásaboga og MP5 sprengjum, þannig er það lang-auðveldast. Farðu inn í skýlið sem ég talaði um og skrúfaðu svona Valve sem er þar, það opnar lúgu sem þú munt fara í gegnum.
Og það er “tjald” þarna sem er með grænum kössum í, þar á bakvið er lítill hellir sem inniheldur 3 healthkit, það er tripmine sem hindrar þig til að fara þangað, þannig að farðu og finndu hina leiðina inn í hellinn til að fá þessi 3 healthkit.
Ef þú stendur fyrir utan þetta skýli og horfir “13 o'clock” sérðu kletta, þar er 1 leið á milli sem þú getur farið.
Eftir loadingið passaðu þig, það grafa 2 Headcrabs sig upp úr sandinum, og athugaðu það að svæðið er morandi í jarðsprengjum. Ef þú vilt hætta lífi þínu fyrir nokkur skot í vopn þín geturðu fari til vinstri þar til að þú finnur op á annan stað sem inniheldur Tentacle (græna blinda kvikindið). En ef þú vilt fara þangað sem þú átt að fara ferðu til hægri, undir einhvern klett og síðan kemurðu að smá sandi, þar eru 2 jarðsprengjur, þú kastar bara handsprengju til að losna við þær, eða reynir að giska hvar þær eru og skjóta þær. Þú ættir að sjá víra-girðingu til hægri, þar er lúgan sem ég minntist á áður, opnaðu hana og farðu ofan í, þar kemurðu inn í rauð göng.
Þegar þú ert kominn á enda þessara ganga kemurðu á einn svalasta stað leiksins. Hoppaðu niður á klettasilluna fyrir neðan þig, taktu snöggt upp lásabogann og eyðilagðu sjálfvirku stand-vélbyssunna sem er hægra-meginn við þig, og það er annar hermaður ef þú lítur lengst niður hægra megin. Á klettasillunni fyrir neðan þig er hermaður, kastaðu handsprengju niður til hans. Klifraðu áfram niður, þar til að þú kemst ekki lengra niður. Þegar að þú ert kominn niður á klettasillu sem þú getur gengið áfram og þú kemur upp að ónýtri brú, ekki vera smeykur við hana, hlauptu bara meðfram bandinu ;)
Haltu áfram meðfram kanntinum þar til að þú sérð stórt rör, þar er 1 hermaður. Og þegar að þú ert kominn þar framhjá kemurðu að helli, þar er 1 stykki hermaður með haglabyssu, og inn í hellinum er Rocket Launcher, um leið og að þú hefur tekið hann upp kemur þyrla, þú tekur hana auðveldlega niður. Síðan heldurðu áfram til hægri þar til að þú kemur að stiga, klifraðu upp, þar til að þú kemur að röri, láttu þér ekki bregða, það er Headcrab í rörinu (ég þekki einn sem meig næstum því í sig að þessum stað, út af Headcrab-inum, LOL!).
Þegar þú ert kominn inn í rörið kemur loading og þegar að þú ert kominn í næsta “borð”, vertu stealth, farðu til vinstri, læðstu varlega upp stigann og notaðu lásabogann til að skjóta hermanninn, læðstu síðan aftur niður. Haltu áfram meðfram göngunum og farðu síðan næst til vinstri, þar kemurðu ofan í vatn, syntu beint áfram og hafðu hljótt, farðu síðan inn í rörið sem er beint áfram, og farðu síðan til vinstri og læðstu þar hljóðlega upp stigann og gerðu það sama og áður við hermanninn sem er þar, síðan ferðu aftur niður og út um göngin og syndir síðan til vinstri og inn í þau göng, ferð síðan til hægri, upp stigann, og notaðu lásabogann á hermanninn, og síðan hljóðlega aftur niður í göngin og ofan í vatnið, það ætti nú að vera kominn hermaður ofan í vatnið til hægri.
Nú máttu hætta að vera stealth og skjóta hann bara einhvernveginn. Og athugaðu það að það er skriðdreki uppi. Nú ætla ég segja frá góðu bragði sem ég er ekki viss um hvort að virki í HL: S, það virkar allavega í HL. Ef þú ert með 2 satchel (fjarstýrðu sprengjuna), taktu 2 þannig og settu þær í göngin sem eru beint fyrir neðan skriðdrekann, farðu frá, og sprengdu skriðdrekann (Það virkar). Allavega ef að það virkar ekki og ef að þú hefur ekki satchel, farðu þá bara upp göngin á bakvið skriðdrekann og dreptu hermanninn sem ætti að vera vinstra megin við þig og taktu upp Gauss Gun, hlaðaðu hana upp og sprengdu skriðdrekann með henni (verður að skjóta í efrir hluta).
Sprengdu explosives kassana þarna og og taktu skotin, síðan eru 2 health dæmi þarna sem hlaða upp HP-ið þitt. Finndu skýli sem er þarna hinu megin við skriðdrekann, þar er takki, ýttu á hann, þá opnast hurð, þegar þú kemur þangað eru fullt að kössum til hliðanna og skriðdreki á enda vegarins, hlauptu bara áfram og dodge-aðu skotin og hlauptu fyrir bakvið skriðdrekann og inn um hurðina sem er þar, og þar tekur við nýtt “borð”.
Þegar þú kemur út flýgur Xen geimskip yfir og droppar Alien Grunt og Alien Slave (Vortigaunt). Dreptu þá, haltu áfram til hægri, þar sérðu leið, passaðu þig á tripmines sem eru þar, og síðan hrynja líka steinar úr rústuðum húsunum. Þegar þú ert kominn á sléttu þar sem öryggisvörður er að deyja, ekki hlaupa til hans, það er leyniskyttta í glugganum fyrir aftan þig, kastaðu vandlega handsprengju upp til hans og það ætti að taka hann út.
Pfff… Nenni ekki að skrifa meira.
Ef þú þarft meira walkthrough þá er það: hlplayer1@hotmail.com
;)