Hehehe vissirðu ekki að CS er mod? OK hérna er smá gaming history handa þér:
Í upphafi var Half-Life. Multyplayerinn í honum var spilaður og það var ágætt. Áður en Half-Life var kominn út voru fyrirbærin “mod” orðin nokkuð vinsæll hlutur, því þau gáfu meiri tilbreytingu eða gáfu manni jafnvel alveg nýjan leik til að spila ókeypis, ef maður átti leikinn sem moddið var byggt á. En jámm, Half-Life var byggður með það í huga að vera góður fyrir mods, því fyrirtækið á bakvið hann, Valve, sá að ef gerð væri fullt af mods fyrir leikinn sinn myndi hann endast betur fyrir fólk og hafa miklu meiri fjölbreytni… sem sagt seljast betur.
Fyrst var TFC (Team Fortress Classic) langvinsælasta teamplay moddið. Það var “framhald” af moddi sem gert var fyrir gamla Quake. Svo kom asískur snillingur nokkur sem kallaði sig “Gooseman” og bjó til Counter-Strike moddið. Gooseman þessi hafði einmitt hjálpað þónokkuð til við gerð “Action Quake” moddsins fyrir Quake 2, en það mod var fyrst til að koma með raunveruleg vopn, mismunandi svæði til að skjóta fólk í (eins og headshots) og raunverulegt fall damage. Action Quake var frumkvöðull mikill, og ég lít á það sem nokkurs konar pabba Counter-Strike.
En já eins og ég sagði, þá endaði Gooseman á því að fara og búa til sitt eigið mod… nefninlega CS. CS var fyrst buggy og ljótt mod, en með tímanum lagaði hann það og endurbætti og moddið náði á endanum heilmiklum vinsældum. Síðan kom DoD út, frá einhverjum öðrum gaurum sem ég þekki ekki og er það enn mjög vinsælt í dag. Síðan kom NS frá náunga sem kallar sig “Flayra”, en það mod gerir mestu og erfiðustu breytingar sem nokkurntíman hafa sést á leik, sem sagt “stærsta” mod ever, eða hvernig sem maður vill orða það. NS eykst stöðugt í vinsældum og búast menn við að verði gerð “NS:SOURCE” en það verður án efa ofur-snilld.
Í stuttu máli, þá er tilgangurinn með moddum að nýta leikinn sem þú átt… eða nánar tiltekið “leikjaVÉLINA”, sem sagt þann kóða sem myndar upp vél sem getur runnað netkóða og þrívíddargrafík og fleira…. jámm nýta það og byggja ofan á því nýtt lúkk og nýja spilun… sem sagt, búa til alveg nýjan leik jafnvel, og spara sér vinnuna við að þurfa að forrita upp heila nýja leikjavél.
Meina þú hlýtur að sjá snilldina í því að geta nýtt leikinn sem maður keypti á 4000 kall til að geta spilað fullt af öðrum leikjum í honum sem einhverjir nettir gaurar einhversstaðar út í heimi búa til ókeypis handa okkur…?