Já, ég get tekið undir þetta með Armani. Framkoman er ákafleg misjöfn í þessu blessaða samfélagi okkar. Ég er enginn afburða spilamaður! Ég hef fyrst og fremst gaman af leiknum ef hann er spilaður án tiltekinna leiðinda. Ég hef ekki spilað lengi, en á þessum tíma hef ég lent í allskonar uppákomum, sumum því miður þannig úr garði gjörðar að ég hef íhugað með sjálfum mér að snúa mér að SP leikjum eða þá bara saumaskap mér til dægrastyttinga. Hinsvegar er margt í þessu samfélagi sem að ég hef hreina unun af og finnst mér stundum fátt skemmtilegra heldur en að fylgjast með meðbræðrum mínum spila á ákaflega aðdáunarverðan hátt.
Fátt fer jafn mikið í mitt annars fína skap heldur en vinamorðingjar og get ég alveg ómögulega sætt mig við að reyna taka þátt í heilu og hálfu leikjunum sem að undirleggjast af reiðum unglingum sem að eru gagngert mættir á svæðið til þess eins að gera samspilara sína grama. Eins og ég segi þá er ég enginn snillingur í þessum leik, en ég reyni mitt besta til að taka þátt í hópvinnu, spila af drengsskap, sýna meðbræðrum mínum þá þolinmæði sem að ég vonast til að mér sé sýnd og fylgja þeim skráðu og óskráðu reglum sem að gera þennan leik skemmtilegan til spilunar.
Kannski væri það ekki illa til fundið hjá þeim leikmönnum sem að lengra eru komnir, að þeir settu þeim sem að eru að byrja skýrar línur hvað maður ætti að hafa hugfast í þessu samfélagi okkar.
Sem sagt í það heila, að festast ekki eingöngu í fúkyrðum og leiðindum heldur að hrósa samspilurum fyrir vel unnin verk eins og tíðkast nú að öllu jöfnu
[Cadia]Promazin - hugleiðing dagsins var í boði [Cadia] - er BKI besta kaffið á Íslandi