Mæli eindregið með tölvuvirkni þegar þú ferð í kaup á stökum íhlutum.
Ef þig langar í shuttle XPC tölvu þá yrði það einhvern veginn svona:
Kassi með móðurborði. 32.710 kr.
AMD3500+ örgjörvi. 26.655 kr.
X800XT skjákortið. 40.774 kr.
En að sjálfsögðu er skjákortsvalið í þínum höndum.
Þetta gerir heilar 100.139 krónur. Mæli með þessu.
Nú, ef þú ert með ATX kassa og aflgjafa sem ræður við AMD64 og gott kort (350W+) þá er þetta stálið:
Móðurborð með uGuru. 12.185 kr.
AMD3500+ örgjörvi. 26.655 kr.
X800XT skjákortið. 40.774 kr.
Þetta gerir 79.614 krónur.
Þetta verður náttúrulega ódýrara ef þú velur þér skjákort í ódýrari kantinum. En aftur á móti, hver er tilgangurinn með góðri vél ef þú hefur ekki skjákort til að keyra það sem tölvan hefur upp á að bjóða :D
Svo er bara að skoða möguleikana sem búðirnar bjóða upp á.