Núna undanfarið hef ég verið að prufa nokkrar skipanir hjá mér eins og r_drawviewmodel og no_pred.

r_drawviewmodel geriri það að skinnið af byssunni dettur út og þetta verður eins og í q3 og mér finnst það mikluþæglegra.

no_pred virkar þannig að ef þú ert með hana á þá reiknar netkóðinn út hvert fólk er að fara og beinir skotunum þángað defoult er 1.

En hérna svo rakst ég á nokkra hluti á xsreality.com þar sem stóð “Understanding the netcode CHEAT?????????” ég sótt þessar skipinar og prufaði þær en fann samt ekki mikinn mun en á cpl var fólk að ásaka hvorn annan um svindl útaf þessu. Ég bara spyr hvaða command verður leyft að fikta í og helst myndi ég vilja fá lista og ástæðu. Jafnframt á fleiri hluti eins og hvort það meigi taka út sound hljóð og þá sleppur maður við að nota stopsound skipunina. Síðan finnst mér asnalegt að fólk meigi ekki nota mismunandi crosshair eins og defoult crossarinn í úr halflife sem er táknað sem 25,25 í txt skráunum sem fylgja með cstrike hann barasta sýgur.
Notkun á öðruvísi miðurum er hægt að líkja við að eigi allir bara að vera með panasonic stereo heyrnatól en þeir sem væru að nota seinhezer væru þá að svindla.

En eins og ég sagði þá þætti mér vænt um að forsvarsmenn skjalfta komi hérna framm og komi með list yfir hvað má og hvað má ekki og þá er ég ekki að tala um hluti eins og að geyma drykki í lokuðum ílátum.

[DCAP]knifah.id17