Fór og kíkti á fyrsta Skjálfta og flott að sjá þetta í action. Virtist vera vel skipulagt og leit vel út.
En samt vonbrigði að skyldi ekki vera almennileg síða með updates og þvílíku, allavega erfitt að finna hana. Einnig mætti hún vera þá lengur uppi svo maður geti skoðað þetta vel eftir Skjálftann.
Og að horfa á úrslitin í HLTV var hroðalegt, maður sá hvernig fjöldinn sem horfði á hrundi niður og datt út. Maður hefur nú horft oft á HLTV erlendis frá og það hefur lookað vel oftast nær.
Þyrfti á næstu Skjálftum að leggja meiri vinnu í þetta, því að þetta eru nú úrslitin after all! Manni finnst sem allur vindur sé úr þessu og úrslitaleikurinn fái ekki að njóta sín.
Óska Ice til hamingju með verðskuldaðan sigur, samt held ég að Drake ætti að hysja upp um sig buxurnar og taka þetta af meiri alvöru fyrir næstu Skjálfta, því að ég held að þeir yrðu með allra besta liðið ef þeir æfðu saman jafnmikið og hin liðin. Hafa aðeins meiri ambition fyrir Skjálfta næst og þá held ég að þetta verði ekki spurning hverjir standi uppi sem sigurvegarar.