Ég er ekki að biðja um hjálp, heldur er ég að gefa hjálp. Svo er nú mál með vöxtum að ég veit ástæðuna yfir því hversvegna fólk er að flökta, fá sendpakket error, frjósa o.s.frv.
Ástæðan er sú að eldveggsforritin sem fólk kaupir nú til dags hafa sérstakan kvilla or sum sem hægir á netinu á óákveðnum tíma.
Ég átti einu sinni eldvegg sem heitir Sygate Personal Firewall. Ég keypti mér hann því hann fékk svo góð mæli á sínum tíma, en þegar ég fattaði að þessi eldveggur væri að láta mig frjósa í flestum netleikjum tók ég hann af tölvunni og henti pakkanum í ruslið.
Svo ef einhver á einhvern sérstakan eldvegg hentu honum þá og öllu sem fylgir honum.
Þeir eldveggir sem ég hef testað og má nota eru
“Windows Firewall (SP2)”, “Norton Personal Firewall” og “ZoneLabs ZoneAlarm”