ég hef ekki hugmynd af hverju þú ert að senda þennan póst hingað inn þar sem þetta er korkur fyrir þá sem eru í því að gera borð fyrir HL og CS.
en svona til að svara fáfræði þinni þá skiptir bæði stærð og gerð máli þegar valið er vinnsluminni. Corsair og Kingston eru svona aðal merkin hér á landi ef þú ert að leita af góðu minni. síðan innan þessara merkja geturu valið mismunandi aflmikla kubba sem skýrist á verðinu. bestu kubbarnir sem þessi tvö fyrirtæki eru með eru XMS og Hyper-X. síðan þarfu líka að vita á hvaða brautarhraða tölvan vinnur á svo þú sért ekki að kaupa þér hægvirkt minni sem tefur tölvuna.
ég nenni ekki að skrifa meira en það er ekki bara hægt að segja þér að kaupa “þetta” minni og hafa það “svona” stórt, það skiptir líka máli hvernig afgangurinn af tölvunni er samansettur.
en svona til að vera með stutt og lélegt svar eins og spurningin þín var þá…
512-1024MB af minni frá Corsair eða Kingston, hafðu minnið 133Mhz ef þú ert með AMD með 333Mhz fsb eða Pentium með 533Mhz fsb (örrinn sem styður ekki HT), EN hafðu minnið 200Mhz ef þú ert með Pentium með 800Mhz fsb eða AMD með 400Mhz fsb (bara +3000 og +3200 eru með þennan fsb). ATH! tel ekki með nýju AMD 64 örrana.