Sælir hugarar,
Ég er nýbúinn að installa hjá mér catalyst 5.1 ati drivernum fyrir ati radeon x600 xt pci-express 256mb ddr skjákortið mitt og “tvíkaði” það samkvæmt leiðbeiningum sem finnst á , en síðan fór ég í half-life 2 og þá kemur upp viðvörun sem segir mér að núverandi video mode virkar ekki og nú ætli leikurinn að skipta um video mode… ok, allt gott og blessað þótt að startup tíminn verði tiltökulega lengri þá virtist þetta ekki hafa nein önnur áhrif þangað til ég reyndi að stilla í 800x600 upplausn úr default og þá komu fram villuskilaboð sem gáfu til kynna að sú stilling væri ekki í minninu þegar leikurinn reyndi að sækja hana! Þetta er mjög pirrandi og ég vona að einhver hér geti hjálpað mér af því að þrátt fyrir að vera með ágætt skjákort og 1gb ddr2 í vinnsluminni virðist það ekki vera nóg til að forða mér frá fps droppi, svo að ég vil helst geta spilað þetta í 800x600.