Skrifaðu með andlitinu, fáviti.
Hl2 aukapakkar
Ég veit nú ekki hvort þetta hafi verið í umræðunni hérna en er ekki aðal málið þessa dagana að bíða eftir að þeir gefi út expansion pakka fyrir hl2. Ég er frekar spenntur að sjá hvort eitthvað hafi orðið um t.d. gamla góða hermanninn í opposing force. Þar sem það eru einhver ár að ég spilaði þann leik þá man ég nú ekki öll nöfn og annað þannig þið þurfið bara að finna það út sjálf ef þið viljið þær upplýsingar. Hinsvegar er annað sem væri kannski ekki leiðinlegt að fá þá væri það að fá annann aukapakka í anda blue shift. Að fá bara að leika barny í hlutverki sínu sem combie lögreglumaður. Þar sem við vitum nú þegar að hann átti stóran þátt í að stjórna mótspyrnunni gegn combie. Þannig það væri kannski eitthvað sem fyllti líka uppí söguþráðin fyrir okkur hina. Og hver veit hvað þeim gæti dottið í hug að gefa út í þeim aukapökkum sem eiga eftir að koma út. Útaf ég efa ekki að þeir eigi eftir að koma út. Svona á svipuðum nótum þá held ég að það eigi líka eftir að koma nóg af nýjum moddum fyrir hl2 eins og eitt sem er nú þegar í framleiðslu og nefnist insurgency. Og virðist það vera mjög spennandi. Þannig það er nóg að gerast til að halda þessu öllu lifandi næstu árin. Það verður nóg að gera þótt að hl3 komi út árið 2007 eða hvenær það verður sem þeir reynda henda út framhaldi. En ef það er einhver efi við það þá held ég að það verði einhver stór mistök að nýta sér ekki meira útúr hl sölumerkinu. “byðst afsökunar á öllum villum og stafsetningar glöppum”