Mig langar svolítið að skrifa um skotleiki og þar sem það er ekki korka-svæði á Skjalfti set ég þetta bara hér.
Ég fór um daginn að velta fyrir mér meðan ég var í Counter-Strike hversu vinsæll hann var orðinn. Þetta var Mod fyrir Half-Life sem síðar varð að eigin leik, þeir sem gerðu það farnir að vinna fyrir Valve, svo þegar Half-Life 2 kemur er counter-strike innbyggður og er einnig eini fjölspilunar-möguleikinn (eða svo skilst mér).
Þetta minnti mig svolítið á sögu Team-Fortress sem byrjaði sem Mod fyrir Quake, kom síðan í Half-Life-útgáfu og fyldgi með Half-Life: Game of the year; og munaði sennilega ekki miklu að hann kæmi út sem stand-alone leikur.
Bæði CS og TF voru/eru gífurlega vinsælir hlutir; ætli það sé til einhver formúla fyrir vinsældum? Sameginlegt með þeim er að það eru 2 lið, hvert lið hefur sitt “svæði” og kannski það sem vegur mest, liðsmennirnir eru ekki eins og hinir í sama liði.
Þegar ég skrifa þetta dettur mér í hug Unreal Tournament 2004 þar sem ‘Onslought’ sýnist mér vera vinsælasta fjölspilunarkerfið og rennir það kannski stoðum undir þessa kenningu.
Ég fór að hugsa um hvernig leikur yrði sem innihéldi það ‘besta úr báðum heimum’ nokkurnveginn; Bækistöðvar til að verja og sækja að, peninga til að kaupa vopn og mögulega einhver skemmtileg farartæki til að aka um í a la UT2004. Síðan mundi ég eftir að það er búið að búa hann til. Það var vitaskuld C&C:Renegade. Leikur sem er ekki nálægt því eins vinsæll og hinir; stjarna sem sést ekki fyrir sólunum sem kallast CS og TF (Svo ekki sé minnst á Quake).
Hvernig getur staðið á þessu? Það mætti ímynda sér að það hafi eitthvað með það að gera að það þurfi allt að fara gegnum network-ið þeirra en þá má ekki gleyma að Valve hafði þetta “WON-ID” á Half-Life og virtist það ekki hamla vinsældum þess leiks.
Annar leikur sem ég hefði persónulega búist við að yrði vinsælli en hann síðan varð er ‘Deus Ex’. Vissulega er það miklu meira Single-Player leikur (og kom ekki með fjölspilunar-valmöguleika úr pakkanum) en skills/augmentations kerfið er hlutur sem ég vildi gjarnan sjá í fleiri leikjum.
Ég veit nú ekki hvað ég get sagt meira svo ég held ég hætti bara hér. Þetta hefur nú líka verið bara skrifað nokkurnveginn eins og mér datt það í hug. Í lokin hvet ég til að “Magic Carpet” verði endurútgefinn með fjölspilunarmöguleika. ;)