Í tilefni af póstinum hérna fyrir neðan um að taka keppnisgjald í 5on5 cup.

Þá styð ég þá hugmynd í grundvallaratriðum.

En hins vegar verður að finna einhvern milliveg í upphæðinni. Ekki hafa hana það lága að menn einfaldlega “nenni” ekki að borga hana t.d. ef það er 100 kall á mann.

Og ekki hafa hana það háa eins og einhver nefndi að hafa skjálftagjald eða eitthvað yfir 2000

Því að það er svindlað í online keppnum og ekki verjandi að leggja undir “stórar” fjárhæðir í svoleiðis keppnum. Smá gjald er hins vegar líklegt til að gera keppnirnar skemmtilegri og vonandi leggja fleiri lið á sig að mæta undirbúin í leikina.

Greiðslumátinn er ekki mikið mál. Ég ætla að fullyrða að öll sæmileg klön á Íslandi séu með að minnsta kosti einn meðlim sem kann á og er með heimabanka og getur millifært fyrir sitt lið.

En þú/þið sem eruð að halda þetta mót verðið þá líka að hafa skipulagninguna í lagi! Gera betur en hefur verið gert í Simnet/Tittinum og hafa HLTV á öllu servera tilbúna og ekkert hringl með reglur.

stay black
*SpEaRs*Virgin