Nei..ég fæ bara einhverja nokkra af fjölmörgum íslenskum serverum til að birtast. Það eru einhver vandræði með “Servers” valkostinn í Steam, og því notfæri ég mér tólið “All-Seeing Eye” sem að er frekar auðvelt að stilla til að finna alla íslenska servera og sýna þá.
Hvar þú færð þetta undratól nákvæmlega man ég ekki en þetta er voða handhægt..annaðhvort geturðu tvíklikkað á serverinn og counter-strike opnast og fer á þann server, en hins vegar virkar það ekki hjá mér en þá geri ég bara Ctrl+C sem copyar IP-addressu serversins í flýtivalminni tölvunnar.
Svo ræsi ég Counter-Strike og fer í console (takkinn til vinstri við “1”) og geri connect og þrýsti svo á Ctrl+V, þá “peistast” IP-talan þangað og ég ýti á Enter hnappinn og sjá! ég er kominn inná server!