Sko ég hef verið að fikra mig áfram með þetta og þetta er ekkert erfitt. Sko þú ert búinn að recorda eitt demo og heitir það kannski dotari.dem. Þá ferðu í console og gerir “viewdemo dotari” þá opnast video'ið. Nú spólaru bara inní video'ið þangað til að flott atriði kemur, þar skaltu pause'a video og skrifa í console “startmovie nicehead 30” semsagt 30 segir til um hversu hratt tolvan tekur screenshotin. 30 er default hraði en ég mæli með að þið prófið hærri tölu til þess að gera slow motion atriði t.d 90. Þegar atriðið er búið þá skal skrifa “endmovie” í console og loka Counter-Strike. Nú eru komin alveg hellingur af screenshotum inná cstrike möppuna í SteamApps. Ég mæli með að þið búið til nýja möppu in´ná cstrike sem heitir Myndband og setjið öll screenshotin þar inn til að hafa smá skipulag á þessu öllu saman. Nú þurfiði á einu forriti að halda sem heitir VideoMach. Það er hægt að nálgast á
http://www.videomach.com en ég notaði 2.7.2 minnir mig. Nú hlaðiði screenshotunum inní videomach og smellið á “Disklinginn” sem er hnappur þarna um miðjann skjáinn. Þar setjið þið inn nafnið sem þið ætlið að hafa á klippunni og breytið format í .avi, þegar þetta er komið þá farið þið í Video flipann sem er í sama glugga og smellið á resize og veljið 800x600. Farið síðan í format options sem er þarna í sama glugga og breytið codec í XviD mpeg-4 codecið. Næst skal smella á OK og ýta á render eða takki sem er með sonna Play merki. Þá byrjar hún að rendera myndbandinu og opnar það. Þá eruð þið komin með eina litla klippu. Svo til stærri myndbandagerða eins og WarDrake gerir þá mæli ég með VegasVideo til að klippa saman og setja lag inní. (Samt nota VideoMach til að gera klippurnar). Þetta er sonna það sem ég man ettir þegar ég gerði mitt og vona að þið skiljið þetta sem best :D!!