… er ég sá eini sem fannst hann vera að horfa á Matrix: Reloaded þegar ég var að spila Half Life 2 í geng:
Matrix eitt var góð, kynnti til leiks mikið af nýjum brellum og áhugaverðann söguþráð sem mikið var hægt að gera úr.
Matrix: Reloaded, búið að tífalda fjármagnið, brellurnar boostaðar upp úr öllu, en söguþráðurinn sem Matrix Orginal var hálfpartinn búinn að lofa manni, tekinn og nauðgað í þurrt rassgatið.
Ég er alls ekki að segja að Half Life 2 sé slæmur leikur, og Matrix: Reloaded slæm mynd, en mér finnst ég bara vera sjá sama munstrið í gangi.
Eins og til dæmis í HL:Orginal, sér maður G-Man hvað, 4-5 sinnum í leiknum, en í HL2 er hann að minnsta kosti 14 sinnum, og þá erum við ekki enþá farin að tala um allt það sem karakterar leiksins segja, og enginn botnar neitt í (Eins og til dæmis þegar maður talar við vortigonana og þeir fara að tala um hvað Freeman gerði þegar hann drap Nihilith í lok orginal)