Leikurinn hökti hjá mér í hvert skipti sem eitthvað sprakk í tætlur og mjög var hann lengi að hlaðast á milli kaflanna.
Nú var ég með AMD64 3000+ 512 í minni og Radeon 9800xt kort og allt ætti að ganga í sögu. Frekjan í mér heimtaði að hafa allar Display stillingar í HIGH og Anti Aliasing x2 að minnsta kosti væri á.
Ég ákvað eftir nokkurt hökt að stækka minnið í skyndi upp í Gígabæt og er allt æðislegt núna.. nú ætla ég að spila HL2 fram á vor og aldrei að fara í vinnu aftur…
Mældi ég með þessari aðgerð við félaga minn með mun síðri tölvu og varð leikurinn einnig miklu miklu skemmtilegri á að líta hjá honum.
Gígabæt í vinnsluminni og HL2 fer því vel saman.
On the Internet, nobody knows you're a dog.