Ég fékk nákvæmlega þetta sama og þú, þegar ég reyndi að búa til account. En svo installaði ég Half life 2 aftur, og þá fékk ég eitthvað winsock error. Þá þurfti ég að ná í eitthvað forrit sem heitir WinsockXPFix, getur fundið það á www.steampowered.com, skrifar bara winsock í search í support. Þá gerðist eitthvað hjá mér og þetta fór í gegn. Svo ef þú ert með router, þá verðurðu að búa til port framhjá firewall til þess að steam geti komist í gegn. Svo segir á support síðunni hjá steam, að það sé mjög mikilvægt að losa sig við allt spyware drasl. Ég gerði það og ég held að allt hafi verið betra. Takk fyrir, nenni ekki að skrifa meir, farinn að leika mér í half life 2