Lögreglan eða aðilar smáÍS geta ekki leitað í vélum keppenda án leitarheimildar.
Til að fá leitarheimild þarf að liggja fyrir sönnun þess efnis að ólöglegt efni sé að finna á tölvunni.
Ef einhver biður um leyfi, sem ekki er starfsmaður Skjálfta, til að athuga efni tölvunnar getið þið neitað honum aðgangi að tölvunni. Skiptir engu hvort þessi maður sýni ykkur falleg skilríki.
Þið skuluð biðja manninn um að sýna ykkur leitarheimilid og ennfremur láta stjórnendur Skjálfta vita.
Það er óþarfi að taka fram að Skjálfti er til leikjaspilunar en ekki til miðlunar ólöglegs efnis.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.