Sælir Hugarar!
Ég mæli með því að þeim sem langar að klára Half Life 1 næli sér í leik sem nefnist Sven - Coop!
Það er skemmtilegur leikur sem gefur manni þann möguleika að spila Half Life 1 Single Player borðin Online! Ég skellti mér á þetta með nokkurm vinum mínum og kláruðum við leikinn þrír saman. Það eina sem er öðruvísi er að leikurinn er svolítið meira challange og það eru fleiri óvinir.
Þetta forrit er hægt að nálgast í gegnum Steam en því miður er það hýst á erlendri grundu og er það um 120 MB minnir mig.
En þið sem tímið því að ná í þetta þá skal ég henda inn leiðbeiðningum hvernig á að setja þetta inn!
Undirbúningur:
Settu Half Life upp á tölvuna þína af disknum. (Nauðsynlegt!!!)
Þegar því er lokið skaltu opna Half Life í gegnum Steam og spila í gegnum Training Room til þess að fá möppurnar í "C:/Program Files/Steam/SteamApps/E@mail/half-life
Uppsettning:
Náið í Sven Coop hérna http://www.svencoop.com/
Opnið fileinn
Veljið Next og þegar hún spyr ykkur að velja milli tvo möguleika, sem mig minnir að hljóma svona “Install SP Storyline support”. En allavega á það að vera efri kosturinn.
Svo biður hún ykkur að finna pak0.pak í non-Steam möppu. Hana finnurðu líklegast í “C:/Sierra/half-life”
Svo ætti þetta að vera komið!
Spilun:
Þetta er nokkuð líkt því að búa til server í Counter Strike!
Kveikið á Sven-Coop í gegnum iconið sem á að hafa komið, farið í “New Game”.
Nú þarf að velja mappið. Ef þið rennið í gegnum maplistann, þá takið þið líklegast eftir því að það eru mörg möpp sem heita til dæmis “c1a2” Því miður get ég ekki munað hvað fyrsta Single Player mappið heitir, en man að það er efst af þessum C möppum.
Ef þið opnið það þá byrjið þið bara að spila.
Það er ekki hægt að save-a! Þannig þið verðið að skrifa niður nafnið á mappinu. Það er hægt að gera með því að skrifa “status” í console.
Vonandi getið þið notað þetta til góðs. Gangi ykkur vel ;)
P.S Ef það eru einhverjar villur í þessu, eða eitthvað virkar ekki, látið mig vita og ég skal reyna að laga það!