Jahh, saga íslensku clanana er amk svona (það er: mér skilst að hún sé svona): eftir að veteran testing var hætt, reyndu íslensku clönin eitthvað að keppa samann, en hættu (svo best ég viti) skömmu eftir.
Það var afskaplega lítið líf í clönunum um tíma, ekkert spilað samann sem clan og leituðu þá margir í erlend clön.
Ég og Slayer fórum td. til uC sem er breskt clan, og var það gamann í fyrstu: PCW á næstum hverju kvöldi, góður félaggskapur osf, en þá fór gamanið að súrna, segjum bara sem svo að félagsskapurinn versnaði til muna, og við slayer bara fórum eftir einn sérlega hörmulegann leik, daginn sem beta 5 kom út.
5 mínútum síðar vorum við slayer að vinna að því að gera nýtt clan, eitthvað sem væri virkt og þar sem fólkið spilaði til gamans og var ekkistanslaust að rífast, því PCW var gamann, en endalaust kvart og kvein var það ekki.
Við byrjuðum þá að smala samann góðum íslenskum spilurum, og það kvöld varð “nýja”* clanið til, og höfum spilað 2 leiki á 2 kvöldum, þannig að það virðist vera virkt, sem vantaði algerlega á íslandi um skeið.
*: ég segi “nýtt” fyrst ég er eiginlega ekki viss um hvort það sé “nýtt” eða bara að allir hafi runnið samann við zany :)