Ég hallast í augnablikinu að Nvidia því ég trúi því frekar að það endist (þ.e. 6800 ULTRA) betur, sé öruggara gagnvart leikjum sem munu koma eftir svona 1-2 ár. ATi kortin hafa auðvitað þann augljóslega kost að þau þurfa ekki einhverja sjúka orkuþörf og taka ekki 2 slot og þarf ekki jafn mikla kælingu.
Mér lýst mjög vel á bæði kortin en veit gjöööörsamlega ekki hvort ég á að kaupa mér X800 XT eða 6800 Ultra ?!
ATi kortin hafa verið að ná forskoti í háum resolutions/antialias stillingum en ég vill frekar performance í stað þess svo ég sleppi þeim stillingum oftast.
Er enginn að glíma við þetta ?
Það er auðvitað auðveld lausn að vera fanboy og kaupa bara kort frá því fyrirtæki sem hefur reynst þér vel en ég er gjörsamlega ‘neutral’ gagnvart báðum fyrirtækjunum og vill kaupa það sem er einfaldlega betra !
PLEASE, einhver segja mér eitthvað af viti.
Ég nenni ekki einusinni að lesa eitthvað svona ‘ATi pwn’ar bara Nvidia mar !!!'. Ég vil rök, fyrir því afhverju ég ætti að velja eitt fram yfir annað!
Stranger things have happened