Hérna er nýjasti CAL config, serverinn þinn er “löglegur” með honum ;)
Þú setur exec cal.cfg neðst í server.cfg.
Athugaðu að þessi config stillir ekki sys_ticrate, en það er fps sem serverinn reiknar. Ég mæli með 100-200 í það, fá þessa tölu bara nokkuð stabíla (fer allt eftir tölvunni sem þú hefur). Lestu þér nánar um þessa skipun á veraldarvefnum ef þú vilt. Svo geturðu lækkað sv_maxupdaterate niður í 30 í cal.cfg, það sparar servernum bandvídd og cpu notkun, en sendir færri ramma á sek til notendanna (simnet notar 30). Svo mæli ég að lokum með að þú setjir sv_minrate í 20000, neyðir rate í 20000 hjá fólki.
PS Þetta eru nýju cal reglurnar þar sem freezetime er 15 og roundime 1,75 (1:45), breyttu því bara.