Núna eftir þennan skjálfta er ég nokkuð sáttur með þetta flest, nema speccroom, ég horfði ekki mikið á í speccroominu en þennan stutta tíma sem ég var fannst mér margt skrýtið sem að ég mundi gjarnan vilja fá svar við.
Nr1. Sá sem sá um speccroom var alltaf einhversstaðar í burtu og var aldrei a staðnum, einsog þegar tölvan frosnaði þá var hann ekki á staðnum og enginn vissi pw á vélina hans og þá varð bara allt stop og speccroom missti af hluta af úrslitaleiknum
Nr2. Var þetta bara galli í hltv á skjálfta eða er þetta orðið svona alltaf í hltv, það var ekki hægt að nota “Picture in picture” til að fá overview í lítinn glugga uppí horninu einsog hefur alltaf verið hægt.
Nr3. Af hverju er tjaldið ekki látið snúa þannig að það speglist ekki úti sal, og speccroom ætti að vera inná servernum og þá sér maður allt ske í real time, þetta var þó meira vandamál á skjálfta 2|2004 vegna Radio NyModins sem voru að lýsa leiknum af servernum beint i herberginu við hliðiná og maður heyrði bara þá segja hvað var að ske i gegnum veggina og til að þetta mundi virka þá þyrfti sá sem sér um speccroom að vera á staðnum til að skipta á milli leikmanna því að auto director virkar ekki á servernum svo best sem ég veit.
Speccroom er á niðurleið, fækkar og fækkar speccurum og finnst mér líkleg ástæða vera sú að fólk sem dettur út á laugardeginum fer heim og nennir ekki að koma aftur, núna eru bara 4 leikir or sum á sunnudeginum, t.d. var allt mitt lið og allir sem sátu í kringum mig farnir á laugardagskvöldinu.
Man þegar ég var að specca úrslitaleik MurK á móti SiC| fyrir nokkuð mörgum skjálftum síðan og þá var allt stútfullt og ógerlegt að ná sæti, núna voru fullt af sætum lausum þegar úrslitaleikurinn var i gangi.
Rífum upp speccroom, fáum betri speccroom á næsta skjálfta og reyna að haga þessu þannig að fleira fólk verði á staðnum á sunnudeginu, það er hreinilega leiðinlegt að vera á skjálfta þegar það er ekkert af fólki á staðnum.
Þakka fyrir mig
[.evil.]Jökull