Ég lenti nú í því fyrir ca 2 vikum að einhver gaur var inni á tölvu mömmu kærustu minnar, og gat þar skoðað allt sem var á henni og prentað út á prentaran og séð allt sem hún var að gera eins og hvaða heimasíðu hún var á, hvað hún skrifaði ofl. Hún var ekki með neitt shareað, og það endaði með því að hann eyðilagði eitthvað þannig að það þurfti að formatta tölvuna. Einnig fór hann inn á tölvu hjá konu sem við þekkjum, sem sér um bókhald fyrir fyrirtæki og rændi þaðan 100.000 kr, og allan tíman meðan hann var að gera þetta (skeði á nokkrum dögum) þá var hann að tala við okkur á meðan á irk og í gegnum MSN, þannig náðum við hotmailinu hans ip tölunni og fleirra. Hringdum við í lögregluna og “tölvusnillingurinn” þar sagði að þeir gæti ekkert gert í þessu, og bætti við að þeir hefðu fengið fullt af svona kvörtunum. Hringdum við þá í Simnet og kvörtuðum og hann rakti þetta á nokkrum mínútum og sagði að lögreglan yrði að hafa samband við sig, því hann mætti ekki láta þessar upplýsingar til neins nema þeirra, þannig að við hringdum aftur í lögregluna og báðum þá um að tala við þennan í Simnet, og höfum ekki heyrt neitt frá þeim síðan.
Mæli ég með því að þeir sem vilja vera öruggir fá sér BlackIce forritið þá getur maður veitt einhverja mótspyrnu við hakkara.
kv Sir|Weird Al