Ætla segja aðeins betur frá modinu :)
Þú ert persóna í skemmtiferðaskipi og í hvert skipti sem þú spawnar færðu random nafn (aðrir sjá ekki nafnið sem þú velur í configuration, það sést bara á score board og þegar þú talar) og færð svo eitthvað fórnarlamb um borð í skipinu sem þú átt að finna og drepa. En vandamálið er að þú sérð ekki nöfn fólks fyrr en þú hefur talað við það með því að ýta á E hjá því, þegar þú hefur svo loksins fundið fórnalambið áttu að reyna drepa það :) (þú þekkir fórnalambið á því að nafnið hans/hennar er rautt, og birtist sem rauður punktur á radarnum. Hvítir punktar eru þeir sem þú hefur ekki talað við og veist ekki hvað heita, svartir punktar eru fólk sem þú hefur talað við.)
Að drepa fórnalambið er ekki alltaf auðvelt, sum herbergi hafa myndavélar(Það birtist mynd af rauðri eða bleikri myndavél hægra megin á skjánum ef þú ert í herbergi með myndavél), og sum herbergin hafa svo mikið af fólki. Ef það verða vitni að morðinu, eða myndavélarnar sjá þig vera fremja glæpinn, þá verðuru tekinn fastur og látinn í fangelsi í ákveðinn tíma (tíminn er mislangur, eftir því hversu stórt brot þú framdir) Þú þarft semsagt að elta fórnalambið þangað til það fer í afskekkt herbergi einhverstaðar í skipinu. En þú verður að passa þig að hann/hún fatti ekki að það sé verið að elta sig :)
Hvers vegna campar fólk ekki bara í herbergjum með myndavélum svo það sé ekki drepið? Vegna þess að í leiknum eru hlutir sem þú þarft að passa, þú þarft að fara á klósettið, borða, sofa og fleira. Og ef þú gerir það ekki, þá breytist persónan, hún verður bæði pirruð og t.d. ef þú ert þreyttur verðuru svona ringlaður. Sem er ekkert alltof skemmtilegt.
Vopn eru dreyfð um skipið, í loftræsirörum og í svefnherbergjum sem þú getur náð í og notað til að fremja morðin :)
Í hvert skipti sem þú drepur saklausa manneskju (einhvern annan en fórnalambið) missirðu 2000$, en sá sem drepinn var missir veskið sitt, og ef þú ert heppin/n þá er hún/hann kannski með meira en 2000$ ;)
Til að koma í veg fyrir að þú missir ALLAN peninginn þinn þegar þú deyrð, þá geturðu laggt peninginn inn í banka.
Borðin eru full af NPC karakterum líka, sem gerir þetta mun skemmtilegra. NPCarnir labba um borðið, fara á klósettið og fleira, og það skemmtilega er að þú veist ekkert hver er NPC og hver er PC ;) (þó svo að maður fatti það yfirleitt fljótlega ef maður fylgist með einhverjum) Svo er bara að passa sig, og fylgjast með hvort einhver sé að elta mann :)
Modið er svolítið flókið fyrst, en maður lærir fljótlega á það og þá er það hin fínasta skemmtun, modelin og möppin eru ágæt, modelin eru svolítið teiknimyndaleg.
<a href="
http://www.theshiponline.com/images/HUDexplained.jpg“>Hérna</a> er meira um HUD-ið og hvað allt þýðir.
<a href=”
http://www.theshiponline.com">www.theshiponline.com</a><br><br>▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄
<i>One day your life will flash before your eyes,
make sure it's worth watching</i>
▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄