Fyrir þá sem vita ekki, þá er Nihilanth endakall(Boss) Half-Life.

Um leið og þú byrjar borðið, snúðu þér við notaðu longjump og stökktu niður, felldu þig á bakvið einum af oddunum sem standa uppréttir í kringum þig og Nihilanth. Hafðu oddinn helst breiðan.
Það eru 3 gulir kristalar sem þurfa 3 skot úr lásaboganum hver um sig.
Eyðilegðu þá, þá getur Nihilanth ekki hlaðið lífið sitt aftur.
Passaðu að halda sjálfum þér á bakvið oddana.
Passaðu þig á stóru kúlunum sem Nihilanth skýtur í átt að þér,
þær geta “teleport-að” þig á nokkra mismunandi staði sem getur verið mjög óþæginlegt að komast af. Þú getur sloppið frá þessu kúlum með því að vera í skjóli á bakvið oddana. Gættu að einu, í hvert skipti sem svona kúla eyðist upp á oddi sem þú ert á bakvið í skjóli birtist Alien Slave (Rafmagns geimveran) fyrir framan oddinn eða Alien Controller (Fljúgandi geimvera sem skýtur gulum rafmagnskúlum í átt að þér.) í loftinu.
Passaðu bara að halda lífinu þínu og armor/battery í toppstandi og vera duglegur að vera í skjóli og skjóta á Nihilanth með kraftmiklum vopnum eins og “Gauss Gun”,“Egon”,“Magnum 357.” eða “Crossbow/Transquilizer Gun”. Þegar þú ertu búinn að skjóta hann þar til að hann er byrjaður að gefa svona væluhljóð frá sér, eyddu þá svona 8 haglabyssu skotum á hann, hann ætti að vera búinn að opna á sér hausinn.
Það eru 2 klettar í þessu herbergi sem standa útstæðir úr veggjunum, horfði á þennan neðri, farðu á dæmið sem gerir þér kleift að hoppa hærra sem er lengst til hægri frá þessum kletti(það hendir þér hærra upp enn önnur svona dæmi). Farðu ofan á þetta og hoppaðu upp, þegar þú ert kominn upp fyrir opið höfuð Nihilanth's, taktu upp einhverja byssu t.d. Magnum 357. og skjóttu ofan í hausinn á honum og hann ætti að vera dauður.


Viltu vinna hann með kúbeini? Hoppaðu bara ofan í hausinn á honum og berðu hann í heilann.


Síðan endar þú leikinn á því að G-Man talar við þig og spyr þig hvort þú viljir vinna fyrir sig eða ekki, you decide.