Gaming Things hefur verið í einskonar dvala síðustu svona 3 vikur - þær pantanir sem hafa komið á þeim tíma hafa þvi ekki verið afgreiddar.
Vil ekki mikið vera að afsaka mig þar sem það er leiðinlegt, en vegna lokaprófa og nýrrar vinnu hefur tími aukalega einfaldlega ekki verið til(jafnvel svo slæmt að maður mætti ekki á skjálfta!)
HINSVEGAR eru góðu fréttirnar þær að mér tókst að safna í það stóra pöntun að ég fékk afslátt úti og get því boðið motturnar á 2.500kr og mouse skatez á 600, 500 ef pakkinn er pantaður með mottu.
Þær samt sem áður koma ekki fyrr en eftir líklega 2 vikur, búið á staðnum sem ég panta í evrópu - þannig að þetta eru slæmar, OG góðar fréttir!
Ég mun hafa samband við alla sem eiga pantanir þegar motturnar koma og staðfesta við þá að þeir hafi ennþá áhuga.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega sendið á danielrun@simnet.is.
p.s: Ef einhverjir hafa ekki fengið svör við emailum siðustu 3 vikur vinsamlegast sendið aftur, fæ svona 60 ruslpósta á dag og hef ekki skoðað póstinn nema MAX annan hvern dag þannig að það GÆTI hugsast að ég hafi eytt einhverju út(veit að ég eyddi allavega einu frá systur minni ;)