Eins og Froztwolf sagði, þá mæli ég með því að þú skoðir tutorials á vefnum, annars þá skaltu passa þig á að þegar kort eru compiluð, þá á forritið til með að skera brushes í búta, og ég mæli sérstaklega með því að þú kynnir þér það vel. Annars, þegar þú vinnur með stór svæði, þá skaltu passa upp á að hafa eins einfalda brushes og mögulegt er, og stækka textures eins mikið og þú telur þig geta komist af með, vegna þess að við þýðingu eru brushes skorin í sundur þar sem hver “flís” tekur við af annarri. Annars, þá er til fídus í nýjustu útgáfu hl, sem ég man ekki alveg hvernig maður setur í gang einmitt í þessu, þú getur skoðað nánar um hann á
http://halflife.gamedesign.net , en hann teiknar edges sem strik á skjáinn, þannig að þar geturðu séð hvar er verið að hægja á engininu, og lagað þann part.