Ég spila yfirleitt sem CT á assault og siege og ég verð að segja að af þeim tveimur er assault mun skemmtilegra. Ég hef í raun bara mjög gaman af assault í public leikjum, en besta borðið? Naaaah.
Ástæðan fyrir því að ég fíla assault er að það er eitt af fáum borðum (ásamt siege og militia) þar sem liðið sem á að vera í vörn heldur sér yfirleitt í vörn. Mér finnst svolítið leiðinlegt að einu borðin þar sem það gerist skili vera borðin sem eru svo ójöfn að það borgar sig fyrir einstaklinginn að spila þannig, því það borgar sig nánast alltaf fyrir liðið og það er það sem menn ættu að vera að hugsa um.
Ekki það að ég hafi ekki stundum gaman af smá fragfest spilun. Mér finnst bara að leikir á public serverum séu of mikið þannig.