Dundaði mér við um daginn að semja reglur í þetta; endilega koma með ábendingar eða whatever.
Netdeild Skjálfta
1.00 Keppniskipulag:
Þrjár 8 liða deildir;
Úrvalsdeild 8 lið
Fyrsta deild 8 lið
Önnur deild 8 lið
Eitt tímabil (7 leikir á lið) , eftir það tekur við single elimination útsláttarkeppni.
Í útsláttarkeppninni fá lið #1 & #2 BYE, eða sitja hjá í fyrstu umferð og mætast þá lið #3 vs #6 og lið #4 vs #5. Lið #7 og #8 detta niður um deild.
Gert er ráð fyrir því að hvert tímabil sé umþb 2 mánuðir og á milli tímabila sé 2 vikna hvíldartími.
Neðstu 2 lið detta niður og efstu 2 lið fara upp milli deilda.
Leikdagur Úrvalsdeildar er mánudagur
Leikdagur Fyrstudeildar er þriðjudagur
Leikdagur Annarardeildar er fimmtudagur
Leikir eiga að hefjast 21.00, nema að lið muni eiga í erfiðleikum með að leika á þeim tíma, og ber þeim þá að nálgast tilskipaðan dómara leiksins og biðja um leikfrestun.
2.00 Hvernig leikur fer fram:
Keppt er í tveimur 15 umferða(rounds) helmingum þar sem að heimaliðið byrjar sem Counter-Terrorist og gestaliðið byrjar sem Terrorist. Þegar að 15 umferðum er lokið skipta leikmenn um lið og dómari sér um að byrja leikinn aftur.
Ef að leikar eru jafnir eftir 2x15 umferðir spilast framlenging sem fer fram í 2x5 umferðum, og byrjar sama lið sem CT og í leiknum sjálfum. Þetta form af framlengingu er spilað þartil að sigurvegari fæst.
Keppt er á netþjónum Netdeildar Skjálfta sem eiga að vera stilltir með keppnisstillingum Netdeildar Skjálfta og á dómari að sjá um að allar stillingar séu réttar.
Ef að deilumál kemur upp í miðjum leik skal kvartandi breyta nafninu sínu í “STOPP – KVORTUN” og Dómari stöðvar þá leikinn og tekur við kvörtun, og leysir úr deilumálum ef einhver eru. Liðum er bannað að misnota þetta og ef að lið er staðið af því að vera stöðva leik sér að hentugleika á það á hættu að tapa leiknum.
HLTV server á að vera á hverjum leik og sér hann um að taka upp demó af leiknum, ef að HLTV er ekki til staðar þurfa leikmenn að taka sjálfir upp demó, ef að menn eru staðnir að því að taka ekki upp demó eiga þeir og lið þeirra á hættu að tapa leik og vera settir í bann.
Einnig er leikmönnum skylt að taka eitt skjáskot per leikhelming, sem sýnir skinn frá sitthvoru liðinu á (screenshotround) þetta er til að staðfesta að leikmaður sé með löglegar stillingar og rétt módel.
Ef að netþjónn deildarinnar dettur niður af óviðráðanlegum ástæðum eftir að 4 eða færri umferðir hafa farið fram verður leikurinn byrjaður uppá nýtt. Ef að netþjónn dettur niður eftir 4 umferðir verður byrjað frá þeim úrslitum sem stóðu er þjónninn fór niður og byrjað á pistolroundi og þær umferðir sem eftir voru kláraðar.
Ef að leikmaður dettur útaf netþjóni á dómari að stöðva leik eftir að umferðin sem leikmaður datt út í er lokið(s.s eftir að roundið klárast) og hefur liðið 5 mínútur til að koma leikmanninum eða varamanni inn á netþjónin. Eftir 5 mínútur halda leikar áfram, sama hvort að liðið er komið með leikmann inn.
Liðum er frjálst að skipta út leikmönnum hvenær sem á leik stendur, hinsvegar þarf leikmaðurinn að vera FARINN af netþjóninum áður en hinn kemur inn. (6 leikmenn frá einu liði mega EKKI vera inni á sömu stundu)
3.00 Reglur varðandi leikmenn:
Leikmenn verða að vera skráðir með liði sem þeir keppa með, og verður STEAMID og IPTALA verða að vera innsett í persónuupplýsingar leikmanns.
Leikmönnum er bannað að vera í fleira en einu liði, og er stranglega bannað að nota dulnefni til að spila með öðru liði(multi-clanning), ef að leikmaður er staðin að því er hann bannaður frá deildinni ásamt því að þeir leikir sem hann tók þátt í verður snúið andstæðingum hans í vil.
Allar breytingar á leiknum eru bannaðar, svo sem breytt módel, breytt hljóð osfv. Einnig er leikmönnum tilskyldað að nota DEFAULT config, ellegar CPLGui , allt “config hax” er stranglega bannað og geta dómarar vegið og metið
Öll utanaðkomandi forrit að utan spjallforritum eru bönnuð.
Á meðan leik stendur er öllum nema fyrirliða bannað að tjá sig í messagemode (SAY) og getur munnsöfnuður og dónaskapur verið ávísun á forfeit.
Ætlast er til þess að allir leikmenn hagi sér eðlilega og leiki samkvæmt reglum sem eru hér settar fram, þeir sem eru staðnir að svindli eiga yfir sér bann frá deildinni og öðrum leikjaþjónum Símans Internet.
Þeir sem taka þátt í deildinni mega ekki níða/tala ílla um deildina á opinberum vettvangi og þeir sem gera það eiga á hættu að vera fjarlægðir úr deildinni.
Eftir að deildin er hálfnuð læsist leikmannalisti liða og verður ekki hægt að bæta við nýjum leikmönnum eftir þann tíma, ef að lið eru staðin að því að nota leikmenn sem eru “ólöglegir” þá tapa þau þeim leikjum sem að sannast er að ólöglegur leikmaður hefur leikið í.
Leikmenn geta aðeins skipt um lið á tveggja vikna fresti, á sunnudögum. Á milli þess tíma eru leikmannahópar læstir.
Leikmönnum er stranglega bannað að vera í tveim liðum á sama tíma(með dulnefnanotkun) og liða-hopp er ekki vel liðið.
4.00 Reglur varðandi lið í deildinni:
Lið hafa leiðtoga og fyrirliða, sem báðir bera ábyrgð á hegðun og framkomu leikmann sinna á öllum vettvöngum sem að viðkoma íþróttinni.
Ef að lið forfeitar 2 leikjum í röð verður það fjarlægt úr deildinni og annað lið tekur þess stað.
Leikmenn geta aðeins skipt um lið á tveggja vikna fresti, á sunnudögum. Á milli þess tíma eru leikmannahópar læstir.
Eftir að deildin er hálfnuð læsist leikmannalisti liða og verður ekki hægt að bæta við nýjum leikmönnum eftir þann tíma. Ef að lið eru staðin að því að nota leikmenn sem eru ekki löglega skráðir, þ.a.s fyrir læsingatímann, þá tapar liðið sjálfkrafa öllum leikjum sem leikmaðurinn spilaði í.
5.00 Reglur varðandi Counter-Strike spilun í deildinni:
-> Öll exploit í borðum eru stranglega bönnuð. Bannað er að kasta sprengjum og horfa undir brúnir(t.d
kassann í nuke, og fleira.) en hinsvegar er leyfilegt að kasta sprengjum yfir veggjabrúnir.
-> Bannað er að “strafe-jumpa/bunnyjumpa”.
-> Bannað er að planta sprengju á þann hátt að ekki heyrist tifa í klukkunni(silent plant) , og ekki er
leyfilegt að planta þarsem að ómögulegt er að aftengja sprengjuna. Boostplönt eru leyfileg.
Ef að deilumál varðandi eitthvað atriði eins og exploit þá á að geyma það þartil eftir leik, og dómari fer yfir demó af leiknum. Ef hann stendur lið að því að exploita þá er ein umferð(1 round) dregið af liði fyrir hvert brot.
Það sem stendur í þessum reglum stendur, þær geta breyst hvenær sem er og ræður yfirdómari endanlegum ákvörðunum um allt og öll deilumál..
<br><br><font color=“white”>Drake |</font>Some0ne
<a href="
http://www.folk.is/zm1">Some0ne fanclub and more</a