Jæja, þetta hefur örugglega oft verið rætt hérna áður en yfirleitt hef ég leitt það framhjá mér því ég var með Microsoft, en núna er ég að prófa MX500, og ég á við smá vanda að stríða þar.
Ef ég nota bara WinXP drivers, þá finnst mér laserinn ekki lesa næstum því jafn vel og hann á að gera (Er með destrukt pad), og ég virðist ekki ná að geta bindað hliðartakkana.
Ef ég set inn driverana þá einfaldlega næ ég ekki mouse accel af, eins furðulega og það virðist vera.
Einhverjar uppástungur ?