Jahá :)
Ircið er einfalt, þú nærð þér í irc forritið t.d. á
http://www.mirc.comSíðan seturu upp viðeigandi upplýsingar eins og forritið biður þig um, svo sem nick og svoleiðis. Svo tengistu ircnet server. Annaðhvort irc.simnet.is eða irc.ircnet.is .
Þar er fínt að fara inn á stöðvar svo sem #counterstrik.is , #findscrim.is og náttúrulega #oldies og #wannab sem eru clön sem ég er í. Til að komast inn á þessar rásir þá skrifaru annaðhvort t.d. /j #oldies eða þá velur möppuna favorits og gerir það þar.
Svo þegar þú vilt stofna þína eigin rás þá verðuru náttúrulega að vera búin að velja nafn á claninu þínu! Ef þú ert bara að leyta að clani þá geturu t.d. farið á #needclan.is .
Jæja segjum að clanið eigi að heyta Tokyo, þá viltu hafa rás sem er í samræmi við nafnið á claninu t.d. #Tokyo, ef hún er upptekin, þá t.d. #team-Tokyo eða #clan-Tokyo. Til þess að skoað þessar rásir, eða búa þær til þá geriru það sama og þegar þú vilt joina rás, /j #team-Tokyo .
Hvað cs scrimservera varðar, þá eru 8 serverar sem eru öllum oppnir frá simnet. Þeir heyta simnet scrim1 - 8. Þú sér ip adressuna á þeim á ase (all seing eye). Ef það er enginn inn á þeim og þú ert komin með scrim (leik) við annað clan, þá er þér velkomið að fara inn og spila þar. Passwordið á serverinn er það sama og nafnið. Þannig að ef þú ferð t.d. á simnet scrim4, þá er passinn scrim4 . rcon sem er það sem maður notar til að stjórna servernum, t.d. til að skipta um map og svoleiðis er líka scrim4 þá.
Það er ekki auðvelt að ætla að fara að scrima ánn þess að hafa neina þekkingu á serverum og rcon, þannig að annaðhvort leifiru alltaf hinu claninu að sjá um að finna server og sjá um að skipta um map og svoleiðis, eða þá þú reynir að pota þér inn í eitthvað clan og lærir þetta smátt og smátt. Alltaf gott að nota leitarvél á netinu líka. T.d. er örugglega hægt að finna út hvernig á að nota rcon með því að skrifa cs rcon í leytargluggann og skoða síðan síðurnar.
Ég vona að þér gangi vel með þetta og endilega spurðu ef það er eitthvað sem þú skilur ekki eða gengur ekki!
P.S. til að halda irc rás þá verðuru að vera inná henni eða hafa einhvern inná henni.