Já það er eflaust svona góð sirka tala 3000 sem eru með leikinn installaðann. Svona 1000-1500 manns spila svo leikinn eflaust daglega.
Hinsvegar eru töluverður stigsmunur á hversu mikið menn spila, og til hvers.
60-70% Samfélagsins spilar til að leika sér og skemmta sér, búa jafnvel til “klön” með vinum sínum til þess að spila í góðra vina hópi.
30-40% Spila svo til þess að verða þeir bestu, þessi hópur mætir alltaf á Skjálfta og svo mæta einhver % af hinum hópnum einnig á Skjálfta, bara til að skemmta sér.
Meðalaldur ALLRA er eflaust í kringum 15-16 ára myndi ég skjóta á , í 30-40% eru spilarar líklega aðeins eldir , 17-19 ára.
Svo eru náttúrlega alltaf inná milli svona eldri spilarar sem að gefa smá spikes í aldursmeðaltalið, sbr. [.oldies.] klanið.
Fjöldi klana á Íslandi er reikull , það eru svona 20 klön sem að haldast saman í lengur en 1 mánuð og ná að mæta á 1-2 skjálfta , en svo eru svona vikuklön(byrjendur) sem að geta verið allt uppí 30 eða eitthvað.
Skjálfti er haldinn 4 sinnum á ári og um mitt ár er líka Stjörnuskjálfti sem er í raun fimmti skjálftinn á hverju ári, þar er sterkustu liðunum boðin þáttaka og bestu verðlaun ársins eru oftast þá. Á hvern Skjálfta mæta rúmlega 550-600 manns, og það komast alltaf færri að en vilja. Verðlaun á “Venjulegum” Skjálfta eru sæmileg, oftast farsími eða annað í líkingu við það að andvirði 10-30.000 króna per leikmann. Á Stjörnuskjálfta er utanlandsferð á erlent mót í boði fyrir besta CS liðið og besta WC3 leikmanninn.
Helsti Styrktaraðili Skjálfta er Síminn Internet og Opin Kerfi. Svo eru styrktarfyrirtæki sem koma og fara oft, Pepsí/Kók , skífan og eitthvað fleira.
Hvað varðar landsliðið þá hefur það aðeins tekið þátt í keppnum í gegnum Internetið með ágætis árángri, en þó aldrei verið í toppbaráttunni hingað til. Landsliðið hefur engann styrktaraðila enn sem komið er.
Hvað varðar utanlandsferðir liða þá hafa aðeins 3 íslensk CS lið lagt land undir fót, en það fyrsta var [.Hate.] sem fór á CPL í Hollandi, næst fór MurK á CPL í Danmörku og nú síðast í desember fór Drake á CPL í Bandaríkjunum.
CS á Íslandi er töluvert vanþróaður á einn hátt miðað við hvað tíðkast í Frændþjóðum okkar í Danmörku og Noregi, Íslensk lið hafa nánast enga styrktaraðila , sem kemur í veg fyrir þáttöku okkar á fleiri mótum erlendis, sem er synd og skömm því að Ísland hefur í gegnum tíðina verið með mjög sterk lið og er enn með.
Varðandi frekari upplýsingar um Skjálfta ættiru að hafa samband við Smegma eða Zlave, eða einhverja sem koma að Skjálfta, prófaðu www.skjalfti.is
<br><br><font color=“white”>Drake |</font>Some0ne
Sponsored by Hatorade