Langar aðeins að svara þessum mjög svo stöðluðu svörum frá mörgum hérna sem snúast um að þetta séu fríir leikjaþjónar og lítið mál að slökkva á þeim og blablabla ef þið vitið hvað ég meina. Enda er alveg merkilegt hversu fljótt maður þreytist á að lesa svör eins og “reddaðu sjálfur server!” og “símnet þurfa ekkert að vera með þessa servera”.
Nú ég áskrifandi hjá Símnet útaf því að þeir eru að hýsa þessa þjóna og er ekkert nema gott um það að segja. Ef slökkt væri á þessum þjónum “afþvíbara þetta er frítt o.s.frv.” þá sé ég enga ástæðu til að halda þessari tengingu þar sem 90% af henni fer í að spila á leikjaþjónum Símans.
Nú veit ég ekki með aðra en mér þykir ekki ólíklegt að þetta gildir um marga án þess að staðhæfa neitt. Þannig að henda niður leikjaþjónunum væri afar heimskulegt stefna ef kenning mín er rétt.
Í stuttu máli er ég að reyna að segja að:
cs => margar internetáskriftir
margar internetáskriftir => mikið af peningum fyrir símann
Með einföldum reikningi í System L má því sjá að:
cs => mikið af peningum fyrir símann
Síðan ef við snúum þessari kenningu við og fáum
no cs => no money
Og því ætti eitthvað fyrirtæki að vilja það? Hugsið það næst þegar þið svarið pósti með því að segja að það er ekkert sem neyðir þá til að vera með þessa þjóna (ég er ekki að segja að það sé eitthvað heldur væri það óhagstætt). Þetta er bara eins og með allt annað, you have to spend money to make money.
Já ég veit að Sóðafón eru ekki með leikjaþjóna og hafa þeir það gott þrátt fyrir ömurlega þjónustu og furða ég mig á hvað margir eru áskrifendur þar.
Langaði bara að koma minni skoðun á framfæri, endilega flame.
<br><br><font color=“#FF00FF”><b>p </font><font color=“#800080”>j</font><font color=“#FF00FF”> e s i</b></font