Fyrir þá sem ekki föttuðu titilinn þá fjallar þessi grein um mapcycle (map rotation, hvaða möpp koma og hvenær) á Simnet NS… þetta Infilicatus var bara Fóstbræðrabull :P
Nú veit ég ekki hvað ykkur finnst (en ég vonast til að komast að því með umræðu í svörum) en mér finnst að Simnet NS mapcycle þurfi að breyta. Ykkur finnst það kannski ekki eða ykkur finnst kannski að það ætti að breyta honum öðruvísi… ok endilega látið þær skoðanir í ljós í svörum. Ég ætla að leyfa mér að vera svolítið “biased” (halla á mína hlið málsins) í þessari grein.
Nú býr NS Simnet mapcycle-inn yfir þeim skemmtilega fítus að geta sett maps miðað við fjölda leikmanna á server. Hugmyndin er (S1R póstaði hana upphaflega á NS korknum minnir mig) að hafa combat möpp þegar færri eru, og NS möpp þegar fleiri eru. Þetta er ekkert nema frábært dæmi, því þetta auðveldar svo að “starta” upp servernum… það gat verið gífurlega leiðinlegt dæmi í fyrri útgáfum NS að koma server upp úr 0-3 player markinu, því enginn vildi þurfa að spila one-on-one Real Time Strategy NS (nema í einhverju flippi).
En það sem mér finnst að þurfi að breyta er player fjöldi sem þarf til að fá NS mapp… það þarf bara svo marga til að fá NS að combat er lang oftast á yfir daginn (sem betur fer er ns minplayers 12 núna, fyrir ekki svo löngu síðan var það 16!). Það eykur á vesenið að þegar combat kemur þá droppa oft gömlu veteran NS mennirnir út af, sem eyðileggur líkur á að ná að gera votemap ns_mapp, auk þess að votemap er stillt á að þurfa 80% samþykki, þannig að menn ná ekki votemap, menn hætta því þeir ná ekki að gera votemap, sem minnkar enn fremur líkurnar á að ná þessum 80%… algjör vítahringur.
Upprunalega var þetta 80% vote sett til að fá menn til að prófa NS classic RTS almennilega (til að hindra spamm á combat votes)… en þetta hefur reynst vera algjörlega öfugt, oftast er veteran kjarninn af spilurum (og nýir menn sem hafa fattað hvað NS er skemmtilegt) að reyna að vota NS mapp, en ná því oftast ekki (og munar oft svo darn litlu).
Ég tek það fram að ég hef ekkert *hatur* á combat, ég er bara orðinn svo fecking leiður á því, því það er nánast ALLTAF á yfir daginn… hvað er málið með þetta minplayers 12 fyrir NS? Muna menn ekki eftir gömlu góðu dögunum og hvað public 4vs4 í möppum eins og nancy, caged og nothing gat verið skemmtilegt (og 3vs3 bara nokkuð sæmilegt)?
Ég legg til að minplayers fyrir lítil NS möpp verði sett á 8, og að votemap verði sett á 2/3 af öllum players (eins og staðallinn er nær alltaf í öllum leikjum).
Þetta eru auðvitað, eins og ég sagði, mínar persónulegu tillögur… hverjar eru ykkar skoðanir á þessu máli og þessu ranti hjá mér?