…stelpurnar sem spila C-S á Íslandi?
Fá þær ekki að vera með eða langar þeim ekki að vera með?
Ég bý í Svíþjóð og ég er að sjá og hitta svo margar stelpur sem spila fyrir alvöru og gefa strákunum ekkert eftir. Ég er meðal annars komin á top 10 listann meðal spilara í mínu clani (www.d-i-x.com) og tel ég það nokkuð gott. Ég hef tekið mikið eftir fordómum gagnvart stelpum sem eru að spila C-S fyrir alvöru. Það gerist allt of oft þegar við erum að spila pcw, að mótstæðingurinn byrjar að rakka okkur niður bara afþví að við erum stelpur.
Afhverju þurfa stelpur að fake-nicka til að getað spilað í friði?
Mig langar að heyra frá stelpum sem spila á Íslandi :)
Hvað finnst ykkur strákar um okkur stelpurnar sem spilum þennan frábæra leik allan daginn?
Hvernig er það með clön á Íslandi, farið þið einhverntíman erlendis á LAN. Núna í sumar er til dæmis eitt af þeim allra stærstu lönum í heiminum. DreamHack, sem haldið verður 17 júní 2004 með u.þ.b. 5000 keppendum. Þetta verður haldið í Jönköping í Svíþjóð (www.dreamhack.org).