ég er gamall cs spilari, semsagt hætti fyrir tæpu ári og var búinn að spila í 2 ár þá. Mér finnst bara svo asnalegt að vera að eyða tímunum saman í þetta crap! Þetta er sorglegur leikur, þúst það eru svona 20 gaurar á landinu sem ná eitthvað og það er ekki séns að verða jafn góður og þessir 20 gaurar, þannig að þótt þið eyðið svona 7 tímum á dag í cs eða alla leiki og eyðið 200.000 kalli í tölvu, þá verðiði örugglega aldrei eða mjög líklega aldrei góðir. Og hvað eruði að græða á þessu? Ekki neitt! ég veit alveg að það er til fólk sem er ekkert svona mikið í þessu.. og kannski gengur vel í skóla og fer bara í cs þegar það hefur ekkert að gera en meiri hlutinn er fólk sem gengur illa í skóla og fleira. Sá það bara á þeim sem að ég þekkti.
Ætla ekkert að vera að segja hvað þið eigið að gera. Er bara að lýsa eigin reynslu. Mér er farið að ganga betur í skóla og íþróttum og farinn að eyða tíma í vini mína, ekki cs vini (á enga þannig lengur) áttum ekkert annað áhugamál, og farinn að fara gera margt annað. Líður bara mun betur.
Aðferðin sem ég notaði til að hætta var, loka adslinu, eyða cs útaf tölvunni og öllu sem tengdist honum.
Ég hætti þegar fólk var að þrýsta á mig að hætta. Það var erfitt fyrst en ég sé ekki eftir því núna.
góða nótt