Dagana 25. – 27. febrúar var vetrarfrí í lindaskóla og í tilefni af því var haldið lan í skólanum. Mikil eftirvænting var eftir laninu enda háar kröfur gerðar til mótshaldara eftir hrikalegt feilspor þeirra á síðasta lani.

Lanið byrjaði miðvikudaginn 25. febrúar. Menn mættu með tölvurnar sínar kl. 17:00 og tengdu allt. Alls mættu á lanið 6 lið og var fyrsta umferðin spiluð á miðvikudeginum en hún var í de_train.

Liðin skipuðu: Ónefnt: Dullahan, Death$h4gg3r, SenteZa, CoLoR og Bartman.
Nude :: Magazine: w1mp-, tRi, FreezeR, Nooodle og Svenn1.
Necx: Robbids, Airlock, Crazy, PonZer og Pattz.
eK: Pattz, Raper, Fjoni, Saint0ne og Erni.
Om3ga: <<<<?>>>>.
Newbs: <<<<?>>>>.

Í fyrstu umferðinni mættum við liði að nafni Om3ga en þeir voru fyrir lanið taldir mestu noobarnir.
Þessi leikur var frekar auðveldur en við vorum búnir að stratta þetta map vel.
Við byrjuðum í terr og hreinlega völtuðum yfir þá og sigruðum auðveldlega 13-0
Klukkan 22:00 heldu svo allir heim á leið spenntir fyrir morgundeginum.

Klukkan 10:00 voru svo allir mættir fyrir utan skólann bíðandi þess hann yrði opnaður. Þegar hleypt var inn þutu menn í tölvurnar og byrjuðu strax að spila.

Önnur umferðin byrjaði svo stundvíslega kl. 11:00 og áttum við þar Newbs en þeir voru einnig taldir miklir noobar.
Mappið sem spilað var í þessari umferð var de_nuke og byrjuðum við í terr.
Í fyrsta roundinu move-uðu 3 silent út og hinir 2 chilluðu inni með bomb og svo move-uðu þeir allir inn á sama tíma og þeir náðu ekki að verjast þessu.
Leikurinn var ekki spennandi því við gjörsamlega yfirspiluðum þá og áttu þeir aldrei séns. En okkur tókst að klúðra tvisvar klaufalega roundum og endaði leikurinn 13-3.

Í 3. umferð mættum við Necx í de_inferno, en fyrir Necx spiluðu Robbids, Airlock, Crazy, PonZer og Pattz.
Inferno var okkar slakasta map og vorum við vægast sagt slakir í þessum leik.
Í fyrsta roundinu fórum við silent hægri mid, boostuðum einum upp í sniperglugga þrír move-uðu svo mid einn hús og hinn út úr sniper og náðum við að planta og vinna roundið.
Necx voru með sterkt lið og í okkar slakasta mappi útkoman var tap hjá okkur 13-4.

4. umferð var á móti eK í de_prodigy.
Við byrjuðum í terr og í fyrsta roundi ætluðum við að move-a báðum megin frá á spawn, 2 long og rest uppi en agalegt klúður var í þessu roundi sem gerði það að verkum að okkur var rústað í roundi þessu. Það voru sumir á þessu lani sem voru svo dofnir að þeir gátu ekki hætt að downloada svo að við lögguðum alveg til helvítis.
Fyrri hálfleikurinn fór 8-4 fyrir þeim.
En í seinni hálfleiknum spiluðum við ágætlega og unnum 9-3 sem tryggði okkur áfram.

5. umferðin var gegn Nude :: Magazine sem höfðu fyrir leikinn unnið alla sína leiki þar á meðal Necx, í de_dust2. Við byrjuðum sem Terr og í fyrsta roundi fóru 2 long og gerðu fake-uðu long og hinir biðu fyrir utan lobby.
Svo bökkuðu þeir og við rushuðum B og unnum roundið eftir spennandi 1 on 1 sem ég vann &#61514;.
Við unnum fyrri hálf leik 7-5.

Í CT 1. rushuðu 4 mid og 1 long, þetta plan svín virkaði nema að 1 þeirra maður náði að komast B og planta en við sáum við honum og unnum roundið en það var tekið aftur vegna exploits sem átti sér ekki stað en því miður gleymdi sá aðili ekki record og því fór sem fór.

Roundið var tekið aftur og í það skiptið biðum við 4 á spawni og 1 spottaði í neðra lobby og raunin var að þeir rushuðu B.
Við biðum flöshuðum yfir fórum allir inn í einu og tókum þá í bakaríið &#61514;.
CT þetta var vafalaust okkar lang besti leikur á mótinu og var teamplayið all svakalegt. Þegar við vorum komnir í 6-0 hættu þeir því við vorum búnir að vinna
13-5.

Í undanúrslitum þurfti að draga því fyrstu 3 liðin voru jöfn, með fjóra sigra og eitt tap.
Við drógumst á móti Necx og var mappið sem var spilað de_nuke.
Við byrjuðum í CT og klúðruðum þeim helmingi algjörlega 7-5 okkur í óhag.

Í terr hlutanum vorum við ákveðnir að taka okkur á. Við tókum sama first round og á móti newbs og það virkaði betur en á móti þeim við rústuðum þeim og dó 1 maður hjá okkur.

Þetta var rosalega spennandi scrim staðan var orðin 6-3 fyrir okkur og þurftum við að vinna síðustu roundin þá var komið pínu panic í liðið eins og sumir muna kannski *hóst*ÍVAR*hóst* :D en við fórum að taka einhver silly rush og töpuðum þeim öllum seinni hálfleikur endaði semsagt 6-6.
Lokastaða 13-11 Necx í vil.

Nude :: Magazine lenti á móti eK í undanúrslitum en þeir forfeituðu svo að Nude-ararnir fóru beint í úrslitaleikinn.

Hann var spilaður í tveimur möppum en þau voru de_inferno, valið af nude og de_dust2, valið af Necx.

Í stuttu máli þá vann Nude :: Magazine inferno 17-7 að mig minnir og svo dust2 er ég ekki alveg viss um stöðuna en allavega unnu Nude :: Magazine þetta fyrsta lan lindaskóla eða eins og við viljum kalla það “Lindaskjálfta” og við óskum þeim bara til hamingju.

Ég vona að þið hafið haft gaman að þessari grein og vonandi að þið komið að kíkja á næsta lan.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World