Ég var áðann á kvöldi þar sem um 7 liðsmenn Bunker liðsins í DoD hittust og ákváðu að skemmta sér, eftir smá tíma fórum við á erlenda servera og skemmtum okkur ágætlega.

En seinna um kvöldið þá ákváðum við að fara á íslenska DoD serverinn, og náðum við þar uppí 12 leikmenn. Fyrst þetta gerðist á föstudagskvöldi, þá ætti að geta komist uppí 20 manns eða jafnvel 24 á venjulegum kvöldum ef fólk myndi bara fara á servera og bíða eftir öðrum.

Svo mín spurning er: Eigum við DoD spilarar gleyma því að DoD sé til og öllum þeim góðu stundum sem þessi leikur hefur veitt okkur?

Svarið er vonandi nei, ef þið nennið ekki að fara á server og bíða eftir öðrum, farið þá á #dod.is og spyrjið fólk hvort það nenni að koma, ef það nennir þá farið þið og skemmtið ykkur.

Groundzeromótið seinasta var ekki til þess að kveðja DoD þó að sumir líti á það þannig :S

P.S. Væri fínt ef það yrði lítið um skítköst Counter Strike spilara hérna, sýna smá þroska kannski :P

Takk fyrir mig - Snoothe
Snoother