Ég ætla að leggja fram spurningu þá til umsjónarmanns Simnets servera (scrimservers aðallega), sem væri þá væntanlega zlave.

Undanfarið hafa verið að bjóðast sífellt fleiri þjónustur sem felast í því að lið eða einstaklingur leigir sinn eigin server. Þar má helst nefna Bunker (<a href="http://www.bunker.is“>www.bunker.is</a>) og GameZone (<a href=”http://www.gamezone.is“>wwww.gamezone.is</a>). Eftir að hafa prófað þessa frábæru leikjaþjóna sem gefa mjög gott ping og ekkert loss né choke, þá tók maður enn frekar eftir því hversu slöpp gæði Simnet scrim þjónanna eru. Spurning mín er þá sú:

Hvernig stendur á því að ég sé að fá betra ping og minna loss og choke á serverum sem eru hýstir hjá td. bunker og gamezone, þegar ég er með 1.5mb ADSL hjá Símnet?! Á simnet skrimmserverum er ping kannski ekki svo slæmt, en þó á bilinu 30-40 (eða jafnvel hærra í sérstökum laggtilfellum) og choke (jafnvel loss) skýtur upp kollinum annað slagið, en pingið mitt er á milli 13 og 25 á server sem er hýstur hjá bunker td.

Vonandi sér umsjónarmaður serveranna sér fært að svara fyrirspurn minni sem best. Ég veit fyllilega að nýjar servervélar eru á leiðinni, því einnig skal taka fram að undirritaður er afar þakklátur fyrir þjóna simnets þar sem þeir bjóða uppá frí afnot af serverum bæði fyrir viðskiptavini sína og annarra fyrirtækja. Og að lokum ber að nefna að netstillingar mínar eru hárrétt stilltar í samræmi við getu tengingar minnar. Ef þið hafið ekkert til málanna að leggja þá væri ágætt að þið slepptuð því alfarið að svara.

Með fyrirfram þökk,

EoD * Hansel
hallihg@simnet.is<br><br><font color=”gray“>
-
<a href=”mailto:hallihg@simnet.is“>e-mail</a> - <a href=”http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=DrEvil“>skilaboð</a> - <a href=”http://www.hallihg.tk">hallihg.tk</a>
-</font