Nú með “rota” meina ég keðjuverkun af quitti sem endar með því að enginn er eftir á servernum, og það þarf að “lífga hann við” aftur…

ástæðurnar geta verið nokkrar, en einni hef ég tekið eftir undanfarið sem auðvelt ætti að vera að laga…

það er svokallað clan stack eða clan vs. public. Mjög leiðinlegt fyrir public liðið á móti þeim, því public er álíka samræmt og hópur af beltisdýrum á rítalíni :P.

Sem sagt, leiðinlegt. Stick together lið vs. ekki stick together lið. Lið með góð tactics á móti lið með engin eða slöpp tactics… þannig að menn quitta oft því þetta er svo leiðinlegt, eða nýir menn joina jafnvel serverinn, sjá að þeir neyðast til að vera á móti clan liðinu, og quitta án þess að joina lið… þessu tók ég eftir í kvöld. Menn joinuðu, voru í ready room í nokkrar sek og fóru svo. Ég hugsaði með mér: “Hah, það nennir enginn að vera á móti þeim”

Þannig að, klön: Gott hjá ykkur að vera búnir að ná þessu svona vel og góðu teamplay (sérstaklega þau klön sem komust í “veteran” prógrammið og voru í betunni allan tímann), en lendiði ekki bara oft í því að geispa á móti þessum public gaurum?

..tek það fram að ég hef ekkert nema gott um íslensk NS klön að segja, fyrir utan hvað þau eru alltof góð saman á móti public villihestum. :P<br><br>NS: Zerg|OBhave
BF: ARG
ET: OBhave
UT2k3: ARG
í CS hét ég OBhave
í TFC hét ég [EN]OB1 (in ye olde days of 56k, yarr)