Uss lygari IRA A átti að komast áfram, ég meina við töpuðum fyrir LSD í riðlakeppninni!!! Því miður erum við bara of óstöðugt lið, rúlum og sokkum til skiptis, enda höfðum við aldrei spilað áður sem lið (IRA B á iscn var töluvert öðruvísi skipað). Eigum líka mjög erfitt gegn hröðu spili t.d. frá DCAP A, erum bara ekki nógu þjálfaðir sem lið til þess.
Annars vorum við mjög góðir í heat, gegn miklu reyndara liði (LOVE A), og verð ég bara að segja að það var sennilega besti leikur okkar á mótinu. Bæði liðin voru óreynd á þessu borði, og sýnir kannski að við höfum hæfileika bara ekki nógu góða tactic á gömlu borðunum sérstaklega.
Á móti IRA A gerðum við bara góða hluti, og kannski hjálpaði það okkur að ég er búinn að spila með IRA A á þessu sama borði og vissi hvernig A liðið myndi sennilega skipa vörnina =). En mér fannst liðið ekki vera spila vel miðað við getu, en á sama tíma small allt saman hjá okkur.
Við verðum bara að æfa okkur meira, og kannski höfum við möguleika gegn stærri liðinum á þessum “klassísku” borðum á næsta móti, verðum bara að læra að spila saman.